Halló,

Takk kælega fyrir viðbrögðin um “barnsmóður” greinina mína, ég er mjög fegin að heyra að fólki finnst ekki að barnsfeður eigi bara að borga og eiga ekkert líf, það var sérstaklega gott að sjá það sem td solufegri skrifaði. en nú langar mig að vita svolítið annað og þetta er kannski svolítið asnaleg spurning en hver eru réttindi mans og skildur, maðurinn minn hringdi niður í sýslumann en fékk bara dömu sem vissi ekki neitt.

Sko ég var að tala við vinkonu mína um dagin og komst þá að því að þegar sonur hennar fer í sumarfrí til pabba síns þá fær hún ekkert meðlag (rökrétt) en við höfum alltaf borgað meðlag þótt hann sé hér 3 mánuði í einu. Hver eru réttindi manns í því? Við myndum að sjálfsögðu vilja nota peningin í e-ð handa honum þegar hann er hjá okkur.(ég er ekki að gera ráð fyrir að hún borgi okkur líka bara að við höldum ca 15.000 kr)

Svo borgum við fyrir annaðhvort afmæli, föt, skóladót og námskeið (karate eða handb.)og það er e-ð sem við erum alveg til í en hversu langt gengur það…eigum við að borga fyrir helming af öllu en bara að fá að hafa hann aðrahvora helgi?? Það þarf líka að kaupa nýtt rúm handa honum hér….getum við farið framm á að hún borgi í því (ekki að ég myndi vilja að hún gerði það)

Það segir ekkert um þetta á syslumaður.is og ég veit ekki hvar maður á að skoða.

En besti brandarin er að konan sem hafði ekki efni á tannlæknareik. fyrir 2 vikum síðan ætlar að kaupa PS2 handa honum!! E-ð sem hún veit að hann er búin að vera að safna fyrir hjá okkur!!!!

En jæja ef þið vitið hvar ég get fengið þessar upplýsingar þá væri það vel þegið og takk aftur fyrir góð viðbrögð, það er gott að vita að maður sé ekki algjör tík þótt að maður vilji segja nei

kv

Aa