Ég ákvað að skrifa smá grein fyrir vinkonu mína (því að hún er ekki með tölvu.) Það er þannig að hún á strák sem verður 3 ára núna í febrúar og hann er ekki nema rétt rúmlega 11 kg. Hann vill alltaf borða svo lítið hjá henni oft kemur fyrir að hann borði ekki nema kvöldmat. Hún er búin að fara með hann til læknis en hann segjir henni að láta hann hætta að drekka á næturnar og hún er búin að prófa það en það virkaði ekki.Stundum þegar ég hef verið hjá henni og strákurinn er að borða þá spyr ég hann hvort að hann vilji sína mér hvað hann er duglegur að borða og ef hann klárar matinn eða næst því þá hrósa ég honum alltaf.En því miður þá get ég ekki gefið henni ráð því að því ég veit ekki sjálf hvað hún gæti gert svo að ég ákvað að skrifa hérna grein og var að vonast að einhver hérna væri með kannski ráð.