þannig er mál með vexti að ég á 8 ára stjúpson, hann er yndislegur drengur sem mér þykir alveg óskaplega vænt um, hann er væn og skemmtilegur og alveg meiriháttar góður stóri bróðir.

Eina vandamálið er mamma hans, hún og maðurinn minn áttu í ca 2 mánaðar sambandi þegar þau voru mjög ung sem lauk með því að hún var ólétt og 2 komu til greina, maðurinn minn fór í DNA próf og reyndist augljóslega faðirinn. Hann hefur síðan tekið fulla þátt í uppeldinu á guttanum og ef satt skal segja var það eitt af því sem heillaði mig við hann, hversu góður pabbi hann er.

En barsmóðirinn er að gera mig bilaða, hún á frekar erfitt og ég get haft samúð með því, ekki góða foreldra, er í féló íbúð, ekkert menntuð og svo frv. en hún er gjörsamlega að merg sjúga okkur.
Hún ætlast til að við borgum allt fyrir sig, hún fær allt sem hún getur frá féló og vill svo að við borgum restina. ÞAð er ekki að ég sjái eftir peningnum í drengin en við eigum okkur líf lika, eigum dóttir og skuldir sem við þurfum að borga. Of kom það fyrir að við lifðum á pasta og e-u samansoðnu úr hveiti af því að e-ð sem hann þurfti(og þurfti ekki) gekk fyrir og nú er ég bara búin að fá nóg. Hún td bað okkur um að skutla honum til tannlæknis um dagin og sagði ekkert um borgun ( höfðum gert henni þann greiða áður og þá var sendur gíró til hennar)og svo þegar maðurinn minn mætti á svæðið hafði hún hringt á undan og sagt að hann ætti að borga + gamla skul síðan HÚN var hjá tannlækni!!!!

og það er alltaf sona, hún virðist ekki gera sér grein fyrir því að við þurfum að borða líka, hún fer í ljós, kaupir sér ný föt mánaðrlega og fer út að skemmta sér og borða. Við höfum ekki efni því sem hún leyfir sér (við erum að kaupa íbúð)

Og þetta er bara peninga hliðin, hún lofar drengnum öllu fögru, hestanámskeiðum, gæludýrum, bíóferðum og fleiru sem hún stendur ekki við, hringir og segir “ég er með ofnæmi fyrir kisum en XXX langar svo í kisu þannig ég sagði honum að þið gætuð haft kisu….”ég hata ketti, myndi aldrei fá mér kött….svo stöndum við uppi með það að segja nei, enda lausar svona sögur, við verðum að passa okkur á því að segja aldrei neitt við hann um hvað er planað um helgina því ef það breytist þá er hann miður sín af því að hún er alltaf að gera þetta. “Ég lofaði honum að fara á harry potter en ég hef ekki efni á því getið þið ekki farið um helgina???”

Við erum öll af vilja gerð og elskum þennan dreng, en það er ekki hægt að ætlast til að maður sé e-r strengjabrúða bara til að halda öllu góðu.

Ég veit einfaldlega ekki hvað við eigum að gera ef e-r kannast við þetta og á e-r ráð endilega segið mér frá.

kveðja A