Ég á son sem býr hjá pabba sínum. Það tók mig mörg ár að sætta mig við hvernig málin enduðu en svo fór sem fór. Ég átti semsagt við alvarleg veikindi að stríða þegar við skildum og samþykkti að drengurinn yrði hjá pabba sínum þangað til mér batnaði. Það var handsalað og drengurinn fékk lögheimili hjá föður, sameiginleg forsjá. Þegar svo ég vildi fá hann kom rítingurinn í bakið, hann notfærði sér ástand mitt til þess að fá drenginn og ég var algerlega réttlaus. Pabbinn faldi hann fyrir mér (auðvelt þar sem ég er á landsbyggðinni og þegar ég kom í bæinn var hann farinn eitthvað annað yfir helgi os frv.), og ekki var hægt að beita sektum. Þetta mál fór fyrir dósstóla þar sam hann “vann” málið á þeirri forsendu að ekki mætti hrófla við “öruggu” heimili barnsins. Hann átti konu sem var ákaflega hrifin af syni mínum og barðist hatrammlega til að halda honum. Þau skildu þremur máuðum seinna.
Ég þarf ekki að lýsa sársauka mínum hér, né heldur sársauka dóttur minnar að fá ekki að hitta litlabróður. Ég vil taka fram að ég á ekki við áfengis eða vímuefnavanda að stríða og ég er fjárhagslega sjálfstæð.
Ég vil senda foreldrum sem eru í svipaðri aðstöðu og ég eitt heilræði: Munið að börnin ykkar eru ykkur ekki glötuð. Þau verða ekki börn að eilífu og þegar tíminn kemur eigið þið kost að byggja upp samband sem endist ykkur lífið. Þetta er bitur sannleiki en hefur bjargað mér frá því að brotna. Í dag er staðan sú að strákurinn vill vera hjá mér en ég segi honum að það sé mál sem pabbi hans verði að ráða miklu um, ég er ekki vondi kallinn, ég brást syni mínum ekki og það kemur til með að vinna með mér í framtíiðinni.
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.