sko, ég á 1 1/2 ars gamla dóttur og ég og faðir hennar erum ekki saman,það gekk bara einfaldlega ekki upp því að honum var orðið sama um allan andskota, vanrækti störf sín sem faðir, hafði reyndar gert það alveg frá því að hún fæddist, og var búinn að slá mig 2….. ég bý núna með öðrum manni sem ég elska rosalega heitt, mér hefur bara einfaldlega aldrei liðið betur og hann lítur á stelpuna sem sína eigin og gerir allt fyrir hana, en núna er blóðfaðir hennar farinn að heimta á fá hana aðra hvora helgi, sem mér finnst bara í lagi en svo vill hann hana öll sumarfrí og fleiri lögboðin frí… málið er að ég gæti aldrey treyst honum fyrir henni, sérstaklega ekki eftir að einu sinni er ég kom heim úr vinnu að kvöldi til var hann sofandi í öðru herbergi allan tíman og elsku barnið mitt var hágrátandi í rúminu sínu, ekkert búin að borða og ekki einu sinni búið að skipta á henni, hélt örugglega að allir voru farnir frá henni. þá brjálaðist ég og honum var alveg sama…… En núna vill hann að hún verði heima hjá foreldrum hans og þau hata mig, og þar að auki skíta þau út vini mína og núverandi kærasta þótt þau þekki ekki neitt af þessu liði, og í rauninni er ég soldið hrædd við þau…. ég á að mæta til sýslumanns bráðlega út af þessu svo….. hvert er álit ykkar.