Ég er langyngstur af 3 bræðrum og þar af leiðandi frekar óvanur að umgangast smábörn. Finnst þau hálfgert eins og postulínið hennar mömmu…eitthvað sem auðvelt er að brjóta ef maður passar sig ekki og nauðsynlegt að fara varfærnislega með…og sýna fyllsta aðgát!

Ein af aðal ástæðunum fyrir því að kærastan “dömpaði” mér á sínum tíma var að ég nennti aldrei að leika við yngri systkyni sín! Eina sem 11.ára strákurinn gerði var að leika sér í leikjatölvu…sem mér fannst tímasóun því ég sóaði persónulega nóg af unglingsárum mínum í net-tölvuleiki á sínum tíma (counter strike & quake ofl.)
Yngsta systirin var 4.ára og eina sem mér datt í hug að leika við hana, þegar ég kom í heimsókn, var að hlaupa með hana eins og brjálæðingur haldandi á henni fyrir ofan haus og gera hana að orustuflugvél með tilheyrandi hljóði og látum…sem hún fílaði í botn þangað til að ég var farinn að titra í handleggjunum af áreynslu og þurfti að taka smá pásu. Kom reyndar í stað fyrir líkamsrækt þann daginn :-)

Nýlega eignaðist elsti bróðir minn fyrsta barnabarnið. Jájá, ekki segja að örverpið ég sé eitthvað abbó útaf athyglinni sem barnið fær….bara bull! :-)
Þau hjónin búa ekki saman (löng saga…útaf vinnu & vegabréfsáritunum sko) heldur er eiginkonan í US(með barnið) en bróðir minn í Canada.
Mamma eyddi jólunum með þeim til að passa barnið og létta undir með þeim.
Það versta er að nú er mamma komin aftur en pabbi gamli(73ára) floginn út til að passa. Þau heilluðu gömlu sálina víst með því að splæsa á hann sagaclass flugmiða (hann hefur aldrei flogið þannig).
Gallinn er að ég(veit, er sjálfselskur) er að halda áfram með tölvunarfr. í háskólanum og lendi núna í þvílíkt erfiðri stærðfræði…og vantar hjálp frá pabba!!!

…en pabbi er sko prófessor í efnafræði…og án efa mest menntaðasta au-pair Íslands! (og þó víða væri leitað).

Hvaða hafa lítil börn eiginlega á móti mér? :-)
“True words are never spoken”