eg vil fyrst byrja á að segja takk fyrir allt!!Þið eruð frábær :)Annars er það að frétta af snúllu að hún er öll að braggast :)Við erum núna í leyfi af spítalanum,þurfum að vísu að fara aftur á morgun en hún er ekki í neinni hættu :)

Það eru til 2 tegundir af heilahimnubólgu semsagt bakteríu og vírus og það er bakteríu sem er svona hættuleg,þeir segja að líkurnar á því að mín sé með bakteríuna sé sama sem engin *sembetufer*:)En ræktunin úr mænuvökvanum kemur á morgun…Hún er á rosalegum pennsillín kúr sem er fyrirbuggjandi ef þetta sé baktería :)
Vírusinn er ekki svona hættulegur hann lagast af sjálfum sér,mar verður bara að passa þau vel :)

En TAKK æðislega…það er alltaf gaman að lesa svona hlý og góð orð.Þeir sem vilja upplýsingar um Heilahimnubólgu og einkenni geta kíkt á Netdoktor :)

*knúsogkossar*
Stelpan