Í kjölfar umræðu sem hefur verið í gangi hér um ofvirk börn og Ritalin ákvað ég að skrifa grein um þetta lyf og vonast til að hjálpa til við að eyða fordómum sem sumir virðist þjást af.
Ég sá að einhver talaði um að það væri slæmt að gefa börnunum sínum róandi lyf og dópa þau þannig upp. En er það málið? Eru foreldrar ofvirkra barna að gefa börnunum sínum róandi lyf til þess að dópa þau niður? Það held ég ekki, allavega miðað við þær upllýsingar sem ég fékk um þetta lyf á alnetinu góða.

Methylphenidate (eða Ritalin einsog við þekkjum það) er lyf sem oftast er gefið börnum sem eiga við ofvirkni og athyglisbrest að stríða (activity or attention-deficit hyperactivity disorder (ADHD)). Samkvæmt National Institute of Mental Health (í BNA) eiga um 3-5% barna við þennan vanda að stríða.
Methylphenidate hefur örfandi (já örfandi!) áhrif á miðtaugakerfið. Lyfið hefur svipuð áhrif og Koffín (þó mun beinni og sterkari) og Amfetamín (þó í mun vægara mæli).
Methylphenidate er líka einnig notað við sjúkdóm sem á ensku heitir Narcolepsy. Fyrir þá sem ekki vita er Narcolepsy sjúkdómur sem gerir það að verkum að þú átt MJÖG erfitt með að halda þér vakandi.

Með þessar upplýsingar má glöggt sjá að Ritalin er EKKI róandi dóp, heldur þvert á móti. Af hverju róar það þá ofvirk börn?
til þess að komast að því er ágætt að kunna ensku og skella sér einfaldlega á http://www.nida.nih.gov/Infofax/ritalin.html

Góðar stundi
Góðar stundir.