hæ allir. þið eruð ábyggilega orðin hundleið á mér og mínum vandamálum en ég vona að einhver geti samt svarað mér.
málið er að sonur minn, 19 mán, er gjörsamlega stútfullur af orku allann sólahringinn og stoppar helst ekki. ég skrifaði reyndar grein hérna fyrir stuttu og spurði ráða varðandi það og fékk góð svör. en nú er það orðið svart því hann er hættur að sofa. hann vaknar kl 7 á morgana, fer til dagmömmu, leggur sig þar í klukkutíma, einn og hálfan mest. og svo næ ég i hann kl 2 og við fáum okkur að borða og reynum að láta restina af deginum líða í leikjum og göngum og bara öllu sem hann getur fengið útrás af. svo er kvöldmatur kl 19 og háttatimi kl 20. en hann fer bara ekkert að sofa fyrren 12-1 á næturnar. ég er buin að reyna allt sem mér dettur í hug en ekkert virkar, hann öskrar bara og grætur eins og verið sé að pína hann en hættir um leið og hann kemst á gólfið. ef svo ótrulega vill til að hann sofni um 20, veknar hann eftir klukkutíma og þá fer hann ekki að sofa fyrren jafnvel 3! ég er svo hrædd um að hann verði bara veikur af þessu. hefur einhver annar lent í svipuðum vandræðum? ég er ráðþrota og get ekki ímyndað mér annað en að þetta sé hræðilega óhollt fyrir hann.