Ég veit nú ekkert hvort þetta verði samþykkt sem grein hér en ég reyni allavega.

Ég er rétt að verða 24 ára gamall og barnsmóðir mín var að verða 19 ára, við búum bæði eins og er í foreldrahúsum og er hún búinn að vera hjá mér allavega jafn mikið og heima hjá sér.

Ég veit í raun ekkert hvaða réttindi ég hef í sambandi við barnið mitt, ég er að fá íbúð núna á næstu mánuðum og í vel launaðri vinnu en hún er enn í skóla.

Hún var mjög ung og ég yngi þegar við byrjuðum saman en það var með samþykki hennar foreldra og vorum við búin að vera saman í 4 ár rúmlega áður en ég gafst upp á síendurteknum framhjálöldum, svikum og lygum af hennar hálfu barnið verður 3 ára í mars næsta.

Ég vill að sjálfsögðu að hún kynnist báðum foreldrum jafn mikið og vill ég alls ekki taka hana af henni heldur vill ég hafa hana viku og hún viku, henni finnst það ekki koma til greina heldur bara pabbahelgar og það finnst mér alveg út í hött, mér finnst barnið eiga jafn mikinn rétt á að kynnast mér og minni fjölskyldu eins og hennar.

Síðan fyrir utan það að hún á eflaust eftir að eignast nýjan pabba um hverja helgi sirka.

Veit einhver hvaða rétt ég hef í þessu máli og hvort ég geti eitthvað gert ?