Jæja þá eru jólin að smella í hlað :)

Það barn sem vaknaði fyrst hjá mér í morgun vaknaði klukkan 6.15 eða um það bil…..samt fóru þau að sofa klukkan 12 á miðnætti eftir að við höfðum skemmt okkur konunglega við að skreyta jólatréð saman….sá yngsti skildi ekkert í því afhverju við vorum að hengja upp þessa fínu bolta og fannt ástæða til að prufa að henda þeim sem flestum í gólfið og tókst að brjóta nokkrar kúlur…..skrautið á jólatrénu okkar samansetndur að mestu af tréhlutum og englum núna……og svo eru nokkrar óbrjótanlegar kúlur.
Þegar ég koma á fætur í morgun voru þau eldri búin að horfa á heila bíómynd sem þau fengu í skóinn,svo var farið að horfa á “Með afa” og það vakti svakalega mikla lukku hjá henni dóttur minni að Birgitta Haukdal var jólagestur afa…..hún er í miklu uppáhaldi hjá minni stelpu sem er 9 ára.

Við þurftum aðeins að fara í Kringluna því að sá yngsti fékk gallað dót í skóinn og það var ágætt að fara þangað einhvernvegin svona afslappað andrúmsloft….kanski bara afþví maður var afslappaður sjálfur ;)

Segir svolítið um mun kynjanna strax sem börn að stelpan mín vildi endilega vera heima á meðan strákarnir fóru í “pakkarúnt” með pabba sínum og hjálpa mér að klára að þrífa….hún ryksugaði alla íbúðina og fór svo í gott jólabað með freyðibaði og kertaljósum,henni fannst það þvílíkt sport :)

En nú er bara beðið eftir jólunum og mér finnst gaman að sjá hvað þessar elskur ná að halda ró sinni þó hér sé allt flæðandi í pökkum og jólin alveg á næsta leyti,ég man sjálf að þessir 2-3 klukkutímar rétt fyrir jólin virtust oft eiginlega endalausir þegar ég var barn.

en ég óska ykkur gleðilegra jóla og góðs nýs árs og þakka fyrir “netsamveru” á liðnu ári

harpajul
Kveðja