Jæja núna hef ég verið að spá aðeins í þessi máli í dag…

Ætla ég bæði að tala um hvernig foreldrar og ríkisstjórn landsins kemur fram við litla fólkið….

Ofdekrun…

Ég verð bara að segja að krakkar eru allt of mikið dekraðir á Íslandi í dag.. Fullorðið fólk er kannski að eyða svipuðum pening í 1 krakka í dag og var eytt í 2 krakka fyrir ekkert mörgum árum síðan.
Núna lýt ég á litla frænda minn sem er 5 ára… Hann hefur alltaf fengið allt sem hann vill.. Ef hann sér eithvað nýtt leikfang sem hann vill þá er bara verið með frekju og farið að gráta þanga til foreldrarnir gefast upp og kaupa það.
Man eftir því í fyrra að frænda mínum fannst ekkert gaman að jólunum… Hann var allan daginn að væla og væla hvenær hann fengi að opna pakkana.. Og fékk meira að segja að opna 1 pakka fyrir matinn bara svo þau fengu hann til að sitja kyrr í smá stund…

Þegar komið er að pökkunum… þá opnar hann pakkann eins hratt og hann getur.. Og er ekki einusinni að spá í það frá hverjum pakkinn er… Og þegar hann er búinn að opnar pakkann þá hendir hann dótinu út í horn og flýtir sér að opna næsta pakka.
Síðan þegar hann er búinn að opna alla pakkana þá verður hann fúll að það séu ekki fleiri pakkar handa honum.. Og í raun fékk enga ánægju að fá þetta afþví það endar alltaf með leiðindum og frekjuskap.. Þetta snýst í raun meira um það að fá meira og meira í stað þess að leika sér með hlutina.

Síðan velur hann kannski 1 eða 2 skemmtilegustu hlutina til að leika sér með.. og hendir hinu dótinu inn í herbergi sem er nú þegar troðfullt af svipuðum leikföngum.. Og leikur sér líklega ekkert mikið með það í framtíðinni.
Mér finnst einhvernmegin að svona uppeldi á krökkum geti haft skaðleg áhrif á þau alla ævi, sem fullorðnir einstaklingar verður líklega erfiðara fyrir þau að upplifa gleði. Núna er ég 17 ára, þó mamma segir að það hafi verið dekrað dáldið við mig þegar ég var krakki. Þá held ég því samt fram að þetta hafi breyst rosalega mikið bara seinustu 10 árin.

Og síðan er líka troðið mat og nammi ofan í þessa krakka eins og þau fái borgað fyrir það. Skelfileg tilhugsun að spá út í það hversu margir íslendingar eiga eftir að drepa sig af ofáti í framtíðinni.


Ofverndum….

Núna er ég að sjá nokkra jafnaldra mína sem er búið að ofvernda algjörlega af foreldrum þeirra alla ævi. Núna nefni ég t.d. eldamennsku. Margir á mínum aldri sem hafa ekki hugmynd um hvernig eigi að elda mat, treista alltaf á það að foreldrarnir eldi matinn. Núna hefur það verið hérna heima þó að mamma sé sú sem eldar oftast, þá er það stundum ég eða bróðir minn sem eldum matinn.
Hef ég eldað allskonar mat bara frá því ég var held ég 11 ára. Oft þegar mamma var kannski að koma seint heim úr vinnunni og ég var aleinn heima, þá var bara hringt heim og útskýrt hvernig ég ætti að elda matinn, og var það oftast ekkert mál. Ég hneykslast alveg á því að stundum að sjá fólk á mínum aldri sem er að koma á sjálfræðisaldurinn að þau kunni varla neitt í eldamennsku, jafnvel minna en ég gat gert þegar ég var 11 ára. Ef það er ekki matur heima af foreldrum þá er það bara skyndibitamatur í sjoppum….

Spurning hvort þau eigi ekki bara eftir að lifa á örbylgjumat og skyndibitamat fyrstu árin eftir að þau flytja að heiman.

Og síðan eru foreldrar oft að sýna mjög lítið traust til krakkana, og þá sérstaklega á unglingsaldri. Margir foreldrar sem hafa alveg fáranlegar reglur í sambandi við útivistatíma, hvað má horfa á í sjónvarpi, jafnvel HVERNIG VINI krakkarnir velja sér.

Ég bara held að ofverndun á krökkum og ungu fólki geti haft þau áhrif að þau fullorðnist seinna en eðlilegt er. Núna gæti ég treyst mér, ef ég væri að vinna en ekki í skóla. Þá gæti ég alveg hugsað mér að flytja að heiman og byrja að vera minn eigin maður. En ég sé bara á mörgum jafnöldrum hversu ósjálfbjarga þau eru, að ég bara vorkenni þeim, hvernig þau eiga eftir að bjarga sér þegar það kemur að því að þau flytji að heiman.

Og núna er verið að setja 18 ÁRA ALDURSTAKMARK á tölvuleiki, sem er 2 ár hærra en er verið að setja á klám- og hryllingsmyndir. Vá þetta er mjög gott dæmi um ofverndun. Sjálfur hef ég horft á hryllingsmyndir og verið í ofbeldisfullum tölvuleikjum síðan ég var smákrakki, og ekki hefur það haft áhrif á mig.
Núna er ég orðinn 17 ára, í menntaskóla og kominn með bílpróf og allskonar ný réttindi. Byrjaður að lýta á sjálfan mig sem ungan mann í stað unglings. En nei nei, ég verð víst næsta árið láta mömmu kaupa tölvuleiki fyrir mig. Þar sem ég er ekki nógu gamall.

Fannst það nógu slæmt þegar maður lenti í því 15 ára gamall að geta ekki tekið videospólur bannaðar innan 16, heldur á nú að fara að banna 17 ára einstaklingum að kaupa sér tölvuleiki!

En auðvitað þá er þroski fólks mjög misjafn, núna sé ég t.d. þegar ég fer um helgar að skemmta mér á skemmtistöðum. Þá sé ég marga sem eru orðnir 20 ára eða eldri ekki eiga heima á þessum stöðum vegna barnalegri hegðun sinni. Ég sem haga mér vel á þessum stöðum og drekk áfengi í hófi.
Samt er það ég sem lendi í því að verða hent út af dyravörðum vegna 20 ára aldurstakmarki sem er annað dæmi um ofverndun. Ég hélt að aðal djamm tímabilið væri þegar maður væri í framhaldsskóla, en maður má víst ekki fara inn á skemmtistaði fyrr en maður er kominn á þann aldur að maður er að klára skólann.

Ég meina ef maður gerir eithvað alvarlegt af sér 15 ára gamall eins og t.d. morð, nauðgun eða að stela. Þá er maður orðin sakhæfur og því hægt að kæra mann, hægt að dæma mann eins og FULLORÐINN EINSTAKLING og setja mann í fangelsi. Ef maður kvartar yfir of miklu námi í framhaldsskólum, þá segja kennarar manni að maður sé orðinn FULLORÐINN og eigi bara að sætta sig við það að vinna þessa erfiðu vinnu.
En ef maður ætlar út í búð 17 ára gamall að kaupa ofbeldisfullan tölvuleik þá er maður allt í einu orðinn KRAKKI aftur. Og ef maður ætlar að kaupa áfengi eða fara inn á stað sem selur áfengi 19 ára gamall, þá er maður allt í einu líka orðinn KRAKKI og fær ekki aðgang.

Núna tel ég t.d. að ég sem kominn með þroska til að skemmta mér á skemmtistöðum í góðum vinahóp um helgar og hef fengið samþykki hjá mömmu minni til þess. Enda telur hún mig vera kominn með þroska til þess. En það er víst ekki löglegt, útaf þessu áfengi sem þeir selja á fullu. Þó ég drekki af og til þá er það ekki ástæða þess að ég fer á þessa staði. Ég fer til að dansa og skemmta mér með vinum mínum, það er aðal ástæðan.

Mér bara finnst fáranlegt að maður er KRAKKI þegar það hentar þeim, og FULLORÐINN þegar það hentar þeim.

En allavega ef ég eignast börn þá ætla ég að passa að ofdekra þau ekki né ofvernda þau.

Bara finnst leiðinlegt að maður fær ekki aðgang að öllu því sem maður telur sig vera kominn með þroska fyrir, útaf nokkrum seinþroska einstaklingum þarna úti.