Fyrstu jólin eftir ástvinamissi eru mörgum erfið en það skiptir máli fyrir börnin okkar að við tökumst á við þær tilfinningar sem bærast innra með okkur jafnóðum.

Við getum heilmargt gert sem hjálpar okkur sjálfum til þess að ganga gegnum þennan skóg viðkvæmra tilfinninga, meðal annars það að taka fram góðu minningarnar um þann sem horfinn er og ræða þær við börnin, því það er sá fjársjóður sem við eigum og vekur jákvæða hugsun.

Að sitja við kertaljós að kveldi, þegar börnin eru sofnuð og leyfa huganum að reika með flökti logans er nærandi fyrir sálina, því loginn er eins og lífið sjálft.
Það er gott að gráta fyrir framan kertalogann ef svo ber undir,
og losa þar tilfinningar sem þurfa að fá útrás.

Það er mikilvægt að vinna úr sorginni jafnóðum eins vel og við getum fyrir okkur og börnin okkar til framtíðar, og öryggistilfinning ungra barna í aðstæðum sem slíkum felst ekki hvað síst í því að finna öryggi á sínu eigin heimili um jól í stað þess að fara eitthvað annað og halda jólin í öðru umhverfi en verið hefur, sem kann að þýða það að flótti okkar sjálfra til þess að takast á við þær tilfinningar sem við þurfum að takast á við,
er yfirsterkari umhugsun um þær þarfir barna okkar að finna öryggi
innan veggja heimilisins, þar sem við gegnum lykilhlutverki.

með von um að geti hjálpað einhverjum.

kveðja.
gmaria.