Jólagjafir til barna
Sælt veri fólkið.

Ég var bara að spá hvað fólk gefur börnum sínum í jólagöf í ár

Ég er í smá vandræðum núna - Ég er ekki alveg viss um hvað ég
á að gefa littlu prinsessunni minni núna í ár en hún er að verða 6 ára.

í fyrra þá gaf ég henni sögubók þar sem hún er í aðalhlutverki ásamt einhverju öðru en ég man ekki hvað það var :) ég man svo vel eftir bókinni því mér fannst hún algjör snilld.

þessar bækur snúast um börnin og vini barnsins og eru til nokkrir flokkar af þessum bókum.

http://notendur.centrum.is/~sigrunjo/

þið getið skoðað þessa slóð og séð hvað ég er að tala um :)

og þess ber að geta að þessi bók sló rækilega í gegn hjá littlu
ég veit ekki hvað ég er búinn að lesa þessa bók oft fyrir dóttir mína en það var allavega virkilega gamann og fjallar bókin um ferðalag hennar til risaeðlulands og er mjög skemmtileg .

og auk þess verður þetta skemmtilegri eign þegar barnið eldist .

en árið í ár hmmm æji ég er bara ekki viss hvað ég á að gefa henni þannig að ég legg til að við skiptumst á hugmyndum um
hvað við gefum í ár og segjum kannski frá hvað við gáfum börnunum í fyrra og hvernig hrifningu eða mislíkun það vakti.
—————————–