Komiði sæl og blessuð,mér datt í hug að senda þessa grein hingað,búnað hugsa mikið um þegar ég var krakki og langar að deila reynslu minni með ykkur hérna.Báðir mínir foreldrar eru alkahólistar og drukku mikið þegar drykkudagarnir komu og fóru.Ég er einn af 4 systkinum og þegar drykkjan hófst byrjar hegðunarmynstur að sýna sig hjá okkur systkinunum og frá 10 ára aldri byrja ég að taka ábyrgð og passa litlu systur mína til dæmis þegar foreldrar mínir rifust en ég er þakklátur fyrir það að ekkert ofbeldi snerist inní þessi rifrildi.Sem barn Alkahólista lærir maður að ljúga að sjálfum sér og öllum í kringum sig að allt sé í lagi heima þó að báðir forleldrar eru kannski dauðadrukknir heima…..sjálfsblekkingin nær tökum á manni og maður byrjar sjálfur að trúa að allt sé í lagi.Minningar ganga aftur til 4 ára og man sumt af því eins og í gær.Foreldrar mínir skildu þegar ég var 9 ára og tók þá drykkja móður minnar sem við bjuggum hjá aðra mynd,steypti sér ofaní sjálfsvorkunn og volæði og maður var 13 ára að tala við ættingja biðjandi um hjálp en enginn vildi hjálpa…maður varð sjálfur að láta hlutina ganga og taka til og taka ábyrgð á öllu og í þessu gleymist maður og hve illa manni líður.Árin liðu og ég fór í menntaskóla en hætti þar til að byrja borga reikninga fyrir mömmu og hugsa um alla nema hvað mér langaði og vildi.Reiðin að ég verðskuldaði þetta ekki brann í mér og sagði ég samt aldrei neitt.Ég borgaði alla reikninga í 5 ár.Fannst það eðlilegt(sýnir hvað meðvirkni getur náð manni) og sá um mömmu mína og fjölskyldu fyrir þau.Lærði mjög snemma að hugsa alltaf um aðra fyrst en sjálfan mig síðast.Varð þessi týpa sem allir gátu talað við um vandamál sín og ég hjálpaði öðrum en leitaði aldrei hjálpar sjálfur.Lifði fyrir aðra svo ég þyrfti ekki að horfast í augu við hver ég var.hvernig hlutirnir voru.Svo fer móðir mín nokkrum sinnum í meðferð en féll því hún var ekki að fara fyrir sjálfa sig.Vinir mínir vissu aldrei að eitthvað var að heima því maður lifði í þeirri blekkingu að allt var í lagi.Ég var ábyrga barnið og systir mín týnda barnið,eldri bræður mínir gáfust báðir upp en elsti bróðir minn var í ábyrgðarhlutverki eins og ég í soldinn tíma en gafst so upp.Ég tók þá við og reddaði öllu.Í dag hef ég verið í sambandi við stelpur og í þeim samböndum hefur verið þetta nice guy syndrome að hugsa um aðra fyrst og sjálfan sig síðast.hef alltaf brennt mig á þessu.Í dag er ég í samtökum sem hjálpa mér að horfast í augu við hvernig ég skemmmdist í uppeldinu og hvernig hugsanir mínar eru brenglaðar um ýmsa hluti.En það að vakna af sjálfsblekkingu og flytja í eigin íbúð og láta aðra standa á eigin fótum er það besta sem ég hef gert.Ég er í samtökum í dag fyrir aðstandendur alkahólista og hefur það hjálpað mér rosalega og að lifa einn dag í einu og kynnast sjálfum mér á ný er yndisleg tilfinning.Móðir mín er edrú í dag og hefur tök á lífinu.En vonandi hef ég komið þessu ágætlega frá mér.Takk fyrir.