Á Þorláksmessukvöldi þurfti ég að fara í búðir til þess að versla síðustu jólagjafirnar sem ég átti eftir að kaupa . Þegar ég kom inn í fyrstu búðina, féllust mér hendur er ég sá alla ösina sem myndast hafði þar inni. Ég átti nefnilega eftir að fara í fleiri búðir ,,og hér á ég eftir að þurfa að bíða í óratíma“, kvartaði ég við sjálfa mig. Það er að verða sífellt meira stress í kringum jólin. ,,Ég vildi að ég gæti nú bara sofnað og vaknað svo þegar jólin eru búin”, hugsaði ég áfram. Samt sem áður hristi ég af mér slenið og tók strikið inní leikfangadeildina. Þar byrjaði ég að setja út á rándýr leikföngin og til hvers ætti nú að kaupa svona dýr leikföng, þegar krakkar nú til dags leika sér bara með þau í smátíma og svo er þeim bara fleygt uppí hillu hjá öllum hinum leikföngunum. Á meðan ég stóð þarna, tók ég eftir litlum dreng á að giska 5 ára gömlum sem hélt á brúðu og þrýsti henni að sér. Hann strauk hár brúðunnar og leit út fyrir að vera mjög dapur. Ég velti fyrir mér af hverju hann héldi á brúðunni. Þá snéri drengurinn sér við og leit á gamla konu sem stóð við hlið hans, ,,amma ertu viss um að ég eigi ekki nóg af peningum fyrir þessu“? Gamla konan svaraði, ,,þú veist að þú átt ekki nóg fyrir þessari brúðu, elskan mín”. Drengurinn leit dapurlega á brúðuna. Gamla konan strauk honum um vangann og bað hann að bíða í fimm mínútur á meðan hún færi að leita eftir því sem hana enn vantaði.

Litli drengurinn stóð með brúðuna í fanginu og þrýsti henni að brjósti sér. Loks gekk ég til hans og spurði hann, hverjum hann ætlaði að gefa brúðuna. ,,Þetta er brúðan sem hún systir mín hélt mest upp á og langaði svo mikið að fá í jólagjöf. Hún var viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana“, sagði hann og leit feimnislega í andlit mitt. Ég sagði við hann að kannski kæmi jólasveinninn eftir allt og gæfi henni brúðuna og hann skyldi ekki hafa ekki áhyggjur af þessu. En hann svaraði dapur í bragði, ,,nei jólasveinninn getur ekki gefið henni brúðuna þar sem hún er núna. Ég verð að gefa mömmu brúðuna svo að hún geti gefið henni hana þegar hún fer til hennar”. Augu hans urðu skyndilega afar döpur og lítið tár læddist niður kinn hans. ,,Systir mín er farin til Guðs og pabbi segir að mamma fari bráðum til hans líka, þá getur hún ábyggilega gefið henni brúðuna“. Hjartað á mér stöðvaðist næstum þegar ég heyrði þetta, litli drengurinn horfði sorgmæddur á mig og sagði, ,,ég bað pabba að segja mömmu að fara ekki strax og ég bað hann um að biðja hana um að bíða þangað til ég kæmi úr búðinni”. Drengurinn seildist ofaní vasa sinn og dró upp afar fallega mynd af sjálfum sér, brosandi á myndinni. Svo sagði hann, ,,ég vil að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér ekki. Ég elska mömmu mína og vildi óska þess að hún þyrfti ekki að fara frá mér en pabbi segir að hún verði að fara og vera hjá systur minni“. Hann horfði sorgmæddum augum á brúðuna. Ég tók hljóðlega upp veskið mitt og sagði við drenginn, ,,hvernig væri að við myndum athuga einu sinni enn hvort að þú eigir nóg fyrir brúðunni”? ,,Allt í lagi“, sagði hann, ,,ég vona að ég eigi nóg”. Ég setti peninga í budduna hans án þess að hann tæki eftir því og við byrjuðum að telja. Það var nóg fyrir brúðunni og meira að segja smá afgangur. Litli drengurinn leit upp og andlit hans ljómaði“. ,,Takk Guð fyrir að gefa mér nóg af peningum”. Hann leit á mig og sagði, ,,áður en ég fór að sofa í gær, bað ég Guð um að gefa mér nægan pening fyrir brúðunni svo að mamma gæti gefið hana systur minni og hann svaraði mér“. ,,Mig langaði líka til þess að kaupa hvíta rós handa mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um það líka. En sjáðu, hann gaf mér nóg til þess að kaupa bæði brúðuna og rósina, veistu, mamma mín elskar hvítar rósir”. Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og ég hélt leiðar minnar.

Ég kláraði að versla inn þennan dag með allt öðru hugarfari en hafði byrjað hann. Og ég gat ekki hætt að hugsa um litla drenginn.

Þá mundi ég eftir grein í dagblaðinu sem birtist fyrir 2 dögum, þar sem sagði frá drukknum ökumanni á jeppa, sem keyrði á unga kona og litla stúlku. Stúlkan lést samstundis en konan var þungt haldin á spítala. Sagt var frá að fjölskylda ungu konunnar yrði að taka ákvörðun um hvort ætti að taka öndunarvélina úr sambandi eða ekki, vegna þess að vitað var að konan átti ekki eftir að komast úr dáinu sem hún var í. Var þetta fjölskylda litla drengsins?

Tveim dögum eftir að ég hitti drenginn las ég í blöðunum að konan hefði dáið. Ég réði ekki við mig og fór og keypti búnt af hvítum rósum og fór þangað sem minningarathöfnin var. Hún lá þarna í kistunni sinni og hélt á fallegri hvítri rós í annarri hönd sinni og með myndina af litla drengnum brosandi og við hlið hennar lá brúðan. Ég yfirgaf staðinn hágrátandi, vitandi það að líf mitt hafði breyst varanlega eftir þessa upplifun. Kærleikurinn sem drengurinn hafði borið til systur sinnar og móður er enn þann dag í dag erfitt að gera sér í hugarlund. Á einu andartaki hafði drukkinn ökumaður svipt hann öllu þessu.

Núna getur þú gert tvennt!

Að vekja athygli annarra á þessari sögu, eða að láta sem sagan hafi ekki snert neina viðkvæma strengi í hjarta þínu.

Ef þú vekur athygli annarra á sögunni, þá gæti það komið í veg fyrir að drukkinn maður eða kona aki bíl.

Og Guð svarar bænum



Ég tók þetta af http://www.samhjalp.is/postur/12-2002.html en vona að mér verði fyrirgefinn þessi ritstuldur og þetta birt, mér finnst þessi saga eiga erindi til allra.
———————————————–