Ég sá stuttan þátt um daginn í sjónvarpinu hér þar sem verið var að segja frá stúlku sem veiktist þegar hún var þriggja mánaða gömul og fékk heilaskaða upp úr þeim veikindum. Foreldrum var ekki gefin nokkur von um bata. Það var búist við að barnið myndi aldrei vera fært um að ganga, tala, matast, klæða sig eða geta neinar athafnir daglegs lífs. Þ.e. vera algjörlega fjölfatlað og vera alveg upp á umönnunaraðila komið. En foreldrarnir vildu ekki alveg sætta sig við þetta og leituðu sér frekari upplýsinga og kynntust þá aðferð sem kölluð er Doman aðferð (Doman method) sem þau ákváðu að prófa.

Í dag er stúlkan 12 ára, getur alveg gengið sjálf, leikur sér inni og úti, rólar, hjálpar mömmu sinni að leggja á borð og elda mat og svona hitt og þetta, og getur einnig tjáð sig með einföldum orðum og setningum.

Svo rakst ég á grein í blaði í dag þar sem sagt var frá öðru barni sem einnig var með heilaskaða sem einnig er í þessu prógrammi og hefur sýnt rosalegar framfarir. Þá fór ég að skoða meira um þetta á netinu og þetta virðist hreinlega gera alveg ótrúlega mikið fyrir mjög mörg börn.

En þetta er svo sannarlega engin skynilausn. Þetta er langtíma meðferð sem er mjög tímafrek, dýr og oft og tíðum erfið. Kenningin á bak við þessa meðferð er að allar heilafrumur eru upprunalega af sama stofni og bera í sér frá fósturskeiði hæfileikann til að sérhæfast fyrir hin ýmsu starfssvið. Með mikill örvun og þjálfum ættu því heilbrigðar heilafrumur að geta tekið yfir þau hlutverk sem sködduðu heilafrumurnar sáu um. Í raun mjög rökrétt kenning.

Hvert og eitt barn fær sérsniðið prógram sem umönnunaraðilar sjá um að fylgt sé eftir, en það felur m.a. í sér:

<ul>
<li><b>Öndunarþjálfun</b> til að bæta súrefnis- og næringarflæði til heilans og styrkja æðar og lungu.</li>
<li><b>Vitsmunaþjálfun</b> m.a. lestrar og stærðfræðiæfingar.</li>
<li><b>Hreyfiþjálfun</b> t.d. skriðæfingar, hreyfiæfingar á útlimum o.fl.</li>
<li><b>Hlustunaræfingar</b> örvun heyrnar og skilnings með því að lesa fyrir barnið, hlusta á tónlist o.s.fr.</li>
<li><b>Snertiörvun</b> snertiskyn barnsins örvað með því að láta það snerta ýmsar áferðir og hluti, snerta barnið, strjúka, nudda o.s.fr.</li>
<li><b>Sjónörvun</b> t.d. skoðaðar myndir, litir o.fl.</li>
</ul>

Einnig er oftast barnið sett á sérsniðið mataræði sem hentar best þörfum þess við þessa þjálfun.

Þetta prógram getur verið fullur vinnudagur eða meira fyrir barnið, þ.e. 8-9 klukkutímar í svona æfingar á dag er mjög algengt, en er að sjálfsögðu sniðið að þörfum hvers og eins barns. Það sést því að þetta er mjög kröfuhörð meðferð bæði fyrir barnið og fjölskyldu þess og það eru ekki allir sem hafa tíma, pening eða úthald í þetta.

Þetta er dýr meðferð þar sem oft þarf annað foreldrið að hætta að vinna til að geta sinnt barninu á þennan hátt og einnig bætist ofan á kostnaður við ferðir til Bandaríkjannam, en þar eru höfuðstöðvar þessarar aðferðar og þar er barnið metið og útbúið fyrir það sérsniðin dagskrá. Þetta geta orðið þó nokkrar ferðir.

Lengi vel var þessi aðferð ekki viðurkennt og er enn í dag mjög umdeild. Hér í Noregi er heilbrigðis- og tryggingarkerfið nýlega búið að viðurkenna þetta sem raunhæfa og árangursríka meðferð, og nú geta foreldrar heilaskaddaðra barna hér fengið styrk ef það kýs þessa meðferð.

Mig langaði bara að vekja athygli á þessari aðferð og heyra hvort fleiri könnuðust við þetta, og hvernig stefna íslenska heilbrigðis og tryggingakerfisins er í þessum málum.

Hér er heimilisfang Doman stofnunarinnar í bandaríkjunum ef einhver vill fræðast meira:

The Institutes For The Achievement of Human Potential
8801 Stenton Avenue
Wyndmoor, PA, 19038
USA

Sími: 001 - 215 - 233 - 2050
Faxnúmer: 001 - 215 - 233 - 3940

e-mail: institutes@iahp.org

Heimasíða: www.iahp.org

Að lokum eru hér nokkrir linkar á síður um börn sem hafa náð góðum árangri með þessari aðferð:

http://www.hjerneaktiv.dk/side4.html

http ://www.gentlepartner.no/

http://www.miklas.dk/miklas .htm

Og svo alveg í restina, slóð á yahoo e-mail hóp norskra fjölskyldna þar sem þessi aðferð er notuð.
Kveðja,