Ég þarf ráð frá ykkur kæru Hugarar - Þannig er mál með vexti að 3ja og hálfs mánaða dóttir mín vill ekki mjólk. Hún drekkur svona 1/5 af ráðlögðum dagskammti (t.d. það sem ráðlagt er utan á SMA-þurrmjólkurdósunum). Við hófum að gefa henni að borða barnamat 3ja mánaða vegna þessa og hún hefur þessa fínu list á barnamatnum. Hún var mjög stutt á brjósti, tók illa og svo bara hefur þetta verið stanslaust basl að fá hana til að drekka, stundum kastar hún upp mjólkinni ef hún hefur drukkið svolítið magn (ekki mjög algengt samt). Hvað gæti þetta verið? Henni virðist líða mjög vel, þ.e. hún er mjög rólegt barn, en samt glaðvært og hjalandi og sefur mikið. Hvað er hægt að gefa henni í stað mjólkur til þess að hún fái kalk og önnur næringarefni mjólkur? Kannski vítamín eitthvað eða jógúrt kannski. Hverju mælið þið með - Við ætlum að tala við ljóðsmóður og barnalækni en.. svona samt - hvað haldið þið að best sé að gera?
Þakkir Kæru Hugarar, fyrir lesturinn.