Sonur minn sem er að verða 14.mánaða er búin að vera gríðalega veikur og uppúr þessum veikindum náði hann sér í smá eyrnabólgu. Það vita það flestir sem hafa átt eyrnaveik börn hversu erfitt það er að ganga um gólf með barn sem finnur virkilega mikið til og geta lítið sem ekkert gert.
Nú er það nýtt hjá læknum að gefa ekkert við eyrnabólgu, áður fyrr var dælt pensilíni í krakkana og að lokum enduðu flest á að verða ónæm fyrir því. Núna vilja flestir læknar að líkaminn vinni á þessu sjálfur og ég er ekki frá því að á meðan að þetta er í fyrsta skipti sem barn fái eyrnabólgu að það sé rétta leiðin.

Ég hef fundið mest fyrir þessu hjá stráknum mínum í sambandi við svefn, því að þegar eyrnaveikt barn leggst niður þá eykst þrýstingurinn á eyrað og sársaukinn versnar. Minn kútur hefur því sofið frekar illa síðustu daga, þannig að ég ákvað að prufa gamalt húsráð sem mér var sagt frá. Ég fór inn í ísskáp og náði mér í hvítlauk og pressaði (það er líka hægt að fá pressaðan hvítlauk í dós) og svo blandaði ég hvítlaukssafanum við smá olíu, setti í nálarlausa sprautu og sprautaði inn í eyrað. Svo setti ég smá bómul yfir og hann fór að sofa.

Í heila viku svaf sonur minn vel, og ekki nóg með að hann hafi sofið heila nótt þá vann hann upp svefnleysi síðustu daga og svaf samtals í 15 klst (vaknaði einu sinni til að drekka). Þannig að ég óhikað mæli með þessu húsráði!

Kv. EstHer

p.s ef einhver veit ástæðuna fyrir því að hvítlaukur virkar svona vel, þá þætti mér vænt um að heyra hana ;)
Kv. EstHer