Ég veit ekki alveg hvar ég ætti að láta þetta, en þar sem ég er mest hérna og þetta gæti hent alla, líka börn. Ég á vinkonur, í grunnskóla átti ég tvo vinahópa, þegar við fórum í gagnfræðiskóla valdi ég tvær stelpur til að vera með í bekk (allir áttu að velja tvo sem þeir vildu vera með í bekk) þetta höfðu verið vinkonur mínar svona frá því í 9 ára eða 10 ára bekk, ég ætlaði kannski að velja eina vinkonu mína frá því í sex ára bekk en það var eitthvað stirt á milli okkar, þannig að við völdum ekki hvor aðra, töluðum um þetta og sögðum að það væri alveg sama, við myndum samt alltaf vera saman. Allaveganna núna er ég á öðru ári í gaggó, bekkurinn minn er óþekkur og þessar tvær vinkonur mínar eru bara algjörar tíkur (afsakið orðbragðið) það er eins og ein þeirra stjórni hinni og þær eru bestu vinkonur (right) þessi sem er “stjórnandinn” (Y) er leiðinleg við hana (X) og allt en það er eins og henni sé sama og þykist ekki heyra það. Það eru alltaf að stríða mér, mest X, held út af því að Y hlær svo mikið af því, ég tek það mjög nærri mér og er oft fúl út í þær, en þær líta á þetta sem saklaust djók, svo er önnur í þessu “vina”hóp, þær eru líka tíkur við hana. Allaveganna, ég get skipt um bekk, ég á vinkonur þar, það er þægur bekkur og allt, en samt veit ég ekki hvort ég eigi að gera það eða ekki. Ég er svo hrædd um að X og Y fái bara alla upp á móti þér, þótt ég viti að þær geti það ekki, en þær eru svo miklir lygarar og geta bara logið fullt af hlutum í bekkinn þegar ég er ekki, ef ég skipti um bekk, svo er ég svo hrædd um að ég passi kannski ekkert inn í hinn bekkinn og ég hata skólann, mér fannst hann einu sinni ágætur en hata hann. Vonandi skiljið þið vandamálið, hvað mynduð þið gera og afhverju eða afhverju ekki, svarið endilega, ég veit ekkert hvað ég á að gera. Takk fyrir að lesa. gmc