Nú er ég að læra hjá kennara í heilan mánuð sem lærði hjá norska listamanninu Odd Nerdrum. Við erum að æfa okkur í að gera andlitslitaprufur á pallettur….og mér tókst það súpervel með því að þegar ég hélt að ég væri komin með rétta litinn, þá setti ég smá klessu á kinnina á mér og dreifði henni um kinnina og sjá-það heppnaðist þannig að ég sá ekki litinn sem ég var búin að dreifa á kinnina. Ég gerði andlitsmynd með þessum tilbúnu blönduðu litum og þetta var eins og spegilmynd mín. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög stolt af þessari sjálfsmynd-því svo kemur að því að við eigum að gera risasjálfsmynd í olíulitum…alveg í fullri stærð :D jibbbbbíííí!!!!!!!!!