Eins og margir muna, varð fyrir nokkrum árum heilmikið vesen útt af tveimur ævisögum Halldórs Kiljan Laxness.

Önnur þeirra var eftir Halldór Guðmundsson í Máli & Menningu, og var “authorized” ævisaga Nóbelsskáldins, ca 600 síður.

Hin var “unauthorized”, þriggja binda ca. 2000 blaðsíðna hlunkur, eftir hinn alræmda frjálshyggju-hægrispeking Hannes Hólmstein Gissurarson.

Ég hef núna, í smá Laxness-áhugakasti, lesið báðar. Og finnst þær báðar góðar. Þær hafa hvor um sig kosti og galla authorized vs unauthorized.

Hvað finnst ykkur? Og hvað finnst ykkur um þessi málaferli sem urðu útaf bók Hannesar?
_______________________