Nú hef ég talið klukkutímana sem ég er að gera eitt vandað andlitsmálverk og klukkutímarnir eru 30 talsins. Þannig að ég tek núna 1000. kr á tímann fyrir andlitsmálverk og hef það þannig á meðan ég er enn í Listaháskóla. Þetta tekur mikið á, andlega og líkamlega og er ekkert föndur. Á tímabili get ég verið mjög pirruð þegar eitthvað gengur illa með smáatriði á andliti, en hugsa þá bara að þetta eigi allt saman eftir að ganga upp á endanum ;) og get þá andað léttar. En það bíða mín tvö málverk núna og ég á von á 60.000 krónum…kannski aðeins minna af því að pabbi minn, sem hefur gert svo mikið fyrir mig, fær góðan afslátt ;)