ég er að pæla það er ein nýleg bók (held hún sé frekar nýleg ég var oft að sjá hana fyrir ekki svo löngu á borgarbokasafninu í tryggvagötu við hliðina á nýjustu bókunum) sem mig minnir að heiti “sannleikurinn” en hún heitir líklegast eitthvað meira en það þar sem ég finn hana ekki gegnir.is

Þessi bók er sem mig best minnir blá svo er svona bleikur kall neðst á bókinni og minnir að efst hafi staðið “sannleikurinn” en þetta er eitthvað ,,skakkt“ í minninu á mér.

Ég byrjaði aðeins á fyrstu blaðsíðu bókarinnar og þá var höfundur í heimspekilegum pælingum um hversu mikið er af lygi í kringum okkur og hversu mikið af því sem við ,teljum” sannleik er bara lygi.

- endilega komið með hugmyndir hvaða bók þetta gæti verið.