Jæja, hvað finnst ykkur hér um hreinsanir á myndverkum? Eins og td á verkum Michelangelos í sixtínsku kapelluni eða verkum Rembrandts

Nú hefur mikið verið rifist um þetta mál því ekki eru allir sáttir við hreingerningarnar, það virkar kannski skrítið svona í fyrstu hugsun að e-r séu í raun á móti því að listaverk séu hreinsuð, þar sem á þau hafa safnast sót og önnur drulla í margar aldir og í sumum tilfellum virðast verkin bara að vera hverfa í skít…

En þeir sem eru á móti þessu skrúbbi segja að þessar hreinsanir svipti verkin allri dýpt og segja að það sé alveg líklegt að listamenn fyrri alda hafi vitað af því að verkin yrðu dekkri með tímanum, og þeir hafi hugsanlega tekið það með í reikninginn þegar þeir máluðu verkin (í gamla daga var nebbla allt svo drullugt fljótt :)) þess vegna hafi þeir málað í mun bjartari litum en ella.
Og nú eru verk Michelangelos sem sagt orðin grunn og væmin og öll mystík horfin burt úr þeim, og það er bara búið að eyðileggja þau! Og svo eru Nætirverðir Rembrandts orðnir að dagvörðum..ljótt mál.

Er eitthvað til í þessu? Er verið að ráðast á höfundarverk með þessum hreinsunum? Eða er verið að bjarga verkunum frá því að sökkva í drullu og leyfa þeim að njóta sín eins og þau upprunalega voru? Eða hafa litirnir breyst hvorteð er með tíð og tíma, kannski dofnað?
Eða er þetta bara paranoia í þessum anti-hreinsurum, og þeir eru kannski bara í sjokki yfir breytingunum sem urðu á verkunum?

Kókos