Ég ætla að halda því fram að list sé della, að listin sé ekki og hafi aldrei verið til.
Þetta er blekking og ekkert annað en afsökun, fyrir fólk sem vill ekki hætta að leika sér. Ungviði allra spendýra leikur sér það er það er praktíst athæfi sem skilar árangri, verið er að æfa sig fyrir fullorðinsárin, en hefur engum dottið í hug að kalla barnaleiki list? Skrítið, barbídúkkurnar mínar lentu nú í ýmsum dramatískum atburðum, og sandkassar verða oft æði skrautlegir af krakkavöldum.

Kannski er það ekkert svo skrítið að það sé erfitt að skilgreina hvað list sé? Hvernig á að skilgreina það sem er ekki til?
Er þetta ekki bara svipað og með sálina? Við eigum þá hugmynd að hún sé kannski til, en það þarf ekki að vera að það sé rétt, hver væri líka tilgangurinn með sál? Líklega sá sami og listarinnar, ENGINN, nema þá hellst að skreyta hugmyndaflug okkar.

Ok nú geta sumir sagt að forn kvæði og sögur séu list, og þau hafi praktískan tilgang, að koma þekkingu eldri kynslóða til skila og stuðlar og rím geri það að verkum að auðveldara er að muna vísurnar, og slíkir braghættir hljóti að teljast list.
En urðu braghættir ekki bara til, til þess að fólk sem kunni ekki að skrifa ætti auðveldara með að koma þekkingunni áleiðis? Var einhverntíma einhver listræn ástæða fyrir þeim? Það er nú svo að einmitt þegar almenningur fór að verða læs og mikilvægi munnlegrar geimdar hvarf þá hættu skáld skyndilega að nota hefðbundna braghætti.
Og sömuleiðis þegar ljósmyndavélin kom til sögunnar þá hættu málarar að gera svokölluð sögumálverk.
Og það má segja að um leið hafi listin orðið hálfmunaðarlaus, tapaði stöðu sinni meðal almennings, og fór eiginlega að snúast um sjálfa sig…. sem ég ætla að halda fram að sé ekkert.

Listin í dag snýst semsé um ekkert ;)

Þannig er það eitthvaðskrítið að svotil engin nennir á listviðburði eða kaupa sér ljóðabækur? Jájá, fólk er ennþá að kaupa sér músík, en músikin hefur líka alltaf verið aðeins eftir á allavega hvað myndlistina varðar, jarðaförin verður auglýst síðar.

Jæja, til hvers eru eiginlega þessir listamenn? Þetta ímyndunarveika lið sem stundar úrkynjaða barnaleiki, sem nútíminn hefur enga þörf fyrir?
Og listaskólar haha.. er til tilgangslausari “menntun”?
Það er ekki eins og einhver við þær stofnanir viti hvað eða um hvað list er, fullt af fólki samt sem kallar sig listfræðinga, listamenn eða list þetta og hitt….

ég ætla bara að segja eins og Duchamp, að eina ástæðan fyrir því að listamenn fara á vinnustofur sínar er til að anda að sér terpetínunni, bah terpetínudópistar!


Kókos…>:)