Mig langar að vita hverja fólk telur vera fyrstu skáldsöguna. Hvað segið þið um það?

Svo ég setji nú umræðunni ramma: Það er ekki alveg ljóst hvenær fyrsta skáldsagan verður til. Það fer eftir því hvernig við skilgreinum skáldsögu. Og jafnvel þó við séum öll sátt um eina skilgreiningu getur verið erfitt að flokka sum verk. Fyrst eru verkin skrifuð, síðan verða flokkanir til. Margir vilja meina að einstaka verk úr fornöld geti ekki talist neitt annað en skáldsögur. Ég er auðvitað ekki að tala um leikritin. Leikritun verður til í Grikklandi á (6. og) 5. öld f.Kr. Og auðvitað eru það ekki sannar sögur. En samt má gera greinarmun á leikritum og því sem við köllum í dag skáldsögum. Þið vitið vonandi hvað ég á við.

Hvenær verður skáldsagan til og hver er fyrsta skáldsagan. Ef ekki er ljóst hvort verk á að flokkast sem skáldsaga, látið þá rök ykkar fylgja með.<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________