Ég er mikið að velta fyrir mér Lúkíanosi þessa dagana (er reyndar að þýða eitt verk eftir hann). Mig langar að vita hvort einhver þekki til áhrifa hans á nýöld?

Lúkíanos hefur verið afar ahrifamikill höfundur á miðöldum og snemma á nýöld var hann mönnum eins og Voltaire og Goethe, Erasmus og Cervantes innblástur, jafnvel Botticelli og Degas. Oft eru áhrifin augljós (t.d. á Erasmus og Voltaire). Hins vegar virðist hann hafa gleymst frá og með 19. öldinni.

Mig langar að vita hvort einhver þekki til (lúmskra og leyndra) áhrifa hans á nýöld og einkum á 19. öld, áhrifa sem eru ekki eins augljós og hafa ef til vill gleymst.<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________