Ég er á sjöunda landslagsmálverkinu mínu á meðan aðrir nemendur eru á sínu fyrsta til þriðja. Þeir halda ekki í við mig og ég sem var að límbera strigann minn í gær til að eiga einhvern striga tilbúinn…en ég er búin með allan strigann á no time. Lét mig hverfa aðeins til að koma hingað á huga. Ég er alltaf þrefalt fljótari en hinir með málverk. Er að fara að útskrifast næsta vor. Svo þgar ég klára verkefnin og mæti kennaranum, þá er eins og hann haldi að ég sé ekki að gera neitt, en þá er ég bara löngu búin á sjöunda málverki. Hmmm, hvað gæti ég gert núna? Jú, ég gæti límborið meiri striga t.d. :) en ég bara nenni því ekki svo ég fór að þrífa til í kringum mig í mínum bás.