Eigið þið ykkar eigin hugmyndaskissubók sem þið ferðist með ef ske kynni að þið fenguð hugmyndir að einhverju sem ykkur langar að gera? Ég var dugleg í því í fornámi Myndlistaskólans í Reykjavík, en nú þegar ég er komin á háskólastig í listum, þá hef ég ekki verið dugleg á vorönninni:( langar mikið til þess. Fæ oft hugmyndir þegar ég er í bíltúr og hlusta á útvarpið. Fékk haug af hugmyndum í miðnæturbíltúr í gær, en skrifaði ekki niður því ég var ekki með skissubók…og þegar ég ætla að gera eitthvað, þá fæ ég enga hugmyndir því hinar hafa gleymst. Kannist þið við þetta?