Já, hvar les maður meira en á klósettinu. Þannig ég ákvað að gera topp 5 lista.

5.
Myndbandablaðið. Gott þegar maður er að hrauna. Lítið um greinar en gaman að lesa tilvitnanir frá fræga fólkinu. Stundum getur þetta blað verið hræðilegt og stundum þrælfínt. Ekki gott fyrir langa vist á klósettinu, þá er betra að hafa tvö eða þrjú myndbandablöð við hendina.

4.
Séð og heyrt. Annað á borð við myndbandablaðið. Gott slúður og flottar kvensur og svo er séð og heyrt stúlkan alltaf rúsínan í pylsuendanum. En eins og myndbandablaðið þá er þetta auðlesið og því er betra að hafa að minnsta kosti tvö eintök.

3.
Krossgátublaðið. Já hafðu með þér penna því hvað er betra að gera á klósettinu en að leysa krossgátur. Ef þú er snöggkúkari þá nýtist þetta blað út mánuðinn en sumir klára eitt í einni ferð. Mæli sterklega með þessu.

2.
Playboy. Góðar og ýtarlegar greinar og flottar píur. Blað sem dugar oft í tvö til þrjú sessions á klósettinu.

1.
Lifandi Vísindi. Hvað er betra en smá fróðleikur. Maður hefur ekki meira að gera við tímann. Þetta blað er hægt að lesa út og inn á klósettinu og svo inniheldur það flottar myndir.

Endilega komið með ykkar topp 5 lista.

kv.
Ellert