Mig langar svolítið að koma því á framfæri að myndlist ætti alveg heima undir “Bókmenntir og LISTIR”. Ég meina við höfum Bækur, Hljómskálan, Ljóð, Ljómyndun, Manga, Myndasögur ofl. af hverju ætti ekki að ver myndlist?
Ég hef mikinn áhuga á myndlist og teikna sjálf mjög mikið en mínar teikningar (og áhugi) eiga ekki heima undir manga eða myndasögum. Ég hef ekki neitt á móti manga né neinni af ofan nefndum listgreinum og hef mikinn áhuga á bókmenntum og ljóðum, en eitt af aðaláhugamálum mínum er myndlist og finnst mér að það ætti að bæta þeirri listgrein inn. Hins vegar ef “Bókmenntir og listir” er hugsað fyrir allan lista pakkann og myndlista unnendur eiga að tjá sig þar, þá er það auðvitað besta mál og ég auðvita endurskoða mál mitt en ég og kannski fleiri hefðum vilja sjá myndlist meða hinna listgreinanna.

Kv. Animal