Á síðasta laugardag skellti ég mér ásamt tveimur vinum á farsann Jón og Hólmfríður sem sýndur er nú um þessar mundir í Borgarleikhúsinu.

Leikritið fjallar í stuttu máli um Jón sem er að ljúka tannlæknanámi á meðan unnusta hans, Hólmfriður bíður ólm eftir fyrstu útborgun til þess að þau geti keypt sér nýjan sófa og annað og að lokum gengið í hjónaband. Á meðan Jón er í skólanum er Hólmfríður að rugla saman reitum við föður Jóns, Eggert, sem í raun er ekki faðir Jóns. Allt voðalega ruglingslegt og í raun meikar leikritið engann sens fyrr en í lokinn þegar öllu er á botnin hvolft. Margt í leikritinu fattar maður ekki fyrr en eftir á en það skiptir svo sem engu máli. Hins vegar ef að þú fílar ekki húmorinn í verkinu þá mundi ég ekkert fara að sjá það! ÞAð er alveg must að fíla húmorinn!

Leikritið er í þrem þáttum, og í öllum þáttunum er eitthvað vesen, t.d. dauði, framhjáhald, sölumenn og margt margt fleira.
Þetta er sá sami leikhópur sem setti upp ,, And Björk of course" á síðasta leikári, og sýnir það sig fullkomlega hvað hópurinn er samrýndur.

Leikritið í heild sinni er mjög fyndið, alveg þess virði að sjá.
Ef að þið eruð að leita að leikriti sem er með þess lags húmor, þá mæli ég hiklaust með Jón og Hólmfríður!

Leikarar: Gunnar Hansson, Sóley Elíasdóttir, Þór Tulinius, Harpa Arnardóttir og Halldór Gylfason.
Leikstjóri: Halldóra Geirharðsdóttir.