Leit að hönnuði til að búa til kórónu fyrir keppnina Fyndnasti maður Íslands Um miðjan nóvember næstkomandi mun keppnin Fyndnasti maður Íslands verða haldin. Keppnin hefur legið í dvala í fjögur ár en snýr nú aftur af miklum krafti.

Við erum að leita að áhugasömum hönnuði/hönnuðum til þess að leggja keppninni lið. Það sem okkur vantar er einhvern sem er til í að hanna og búa til verðlaunagrip keppninnar, sjálfa kórónu fyndnasta manns Íslands.

Kórónan þarf að þola eitthvað hnjask þar sem við viljum endilega nota hana í allavega 2-3 ár. Hún mun að mestu leiti vera notuð í myndatökur og mun sigurvegari keppninnar fá að taka kórónuna með sér heim í 6 vikur eftir keppnina.

Engar sérstakar kröfur eru gerðar um efnivið kórónunnar, en litaval þarf þó að samræmast litum keppninnar. Kórónan þarf einnig að hafa einhverja tengingu við „lógó“ keppninnar.

Eftirfarandi litir fylgja keppninni:
Aðallitur: #c9ff00
Litur 2: #5dde3e
Litur 3: a598d4
Litur 4: #000000

Þeir sem hafa áhuga á þessu verkefni eru beðnir um að senda inn tillögur, teikningar eða annað, um hvernig þeir hyggist hanna kórónuna á tölvupóstinn minn: odduref (a) gmail.com.

Einnig skal fylgja með áætlaður efniskostnaður.

Fyrir utan augljós „bragging rights“ munum við semja við tilvonandi hönnuði um umbun fyrir verkefnið.

Tillögur þurfa að skilast fyrir 20. september og mun kórónan þurfa verða tilbúin fyrir 15.-20. október.

Þeir sem vilja fylgjast með og vera vel upplýstir um gang keppninar er bent á facebook síðu keppninnar:
http://www.facebook.com/fyndnasti