litli leiklistarhópurinn


Markmið hópsins:

… er að sýna að það sé hægt að setja upp góðar leiksýningar fyrir eins lítinn kostnað og hægt er nánast engan.

… er að listamennirnir gefi vinnu sína og það eru þau sem móta sýninguna alveg frá grunni.

… er að ungt og hæfileikaríkt fólk sem að hefur áhuga á leiklist fái að spreyta sig.

… að vera pínulítið öðruvísi.

Hvað er inni í þessu?:

Inn í þessu er allt sem að ungu fólki sem að hefur áhuga á leiklist dettur í hug að gera og alltaf verður hægt að taka á móti nýjum hugmyndum.

Krufning á þessu:

Hópurinn byrjar á því að hittast á fundi og ræða hugmyndir. Ein af þessu hugmyndum er valin úr með atkvæðagreiðslu en hver einasta hugmynd verður skrifuð niður af ritara þannig að með tímanum verður gagnasafn hópsins stútfullt af hugmyndum.
Næsta skref er að ræða hugmyndina alveg til mergjar og vinna með hana og skoða alla möguleika sem hún hefur uppá að bjóða. Þetta ferli getur tekið nokkrar vikur því að í kringum eina hugmynd skapast milljón aðrar í kringum hana.
Eftir þetta ferli er gert uppkast að atburðarás leikritsins. Upphaf, megin- mál og endir. Eftir að niðurstaða er komin í því máli er valinn út sérhópur (2-3) sem að taka það að sér að skrifa handritið. Þegar að það ferli er farið í gang hittist hópurinn með handritshöfundunum einu sinni í viku á meðan handritsgerðin stendur yfir og fara yfir handritið, athuga stíl og þróun sögunar með gagnrýnum hug og segja sýnar skoðanir því sem betur má fara og rætt um handritið og handritgerðarmenn bæta við eða taka úr eftir niðurstöður fundsins. Þetta ferli tekur langan tíma en um leið og eitthvað er farið að fastmótast í handritinu fer restin af hópnum að pæla í hlutverkum og sýningarstað.
Eftir að handritið er tilbúið er farið mjög ítarlega yfir það og loka gagnrýnis fundur er settur.
Eftir það er handritið leiklesið og gáð hvort að allir séu sáttir við útkomuna og eftir það er farið strax í að vinna með það. Það er leiklesið, sýningarstaður ákveðinn og leikritið æft.
Leikendur og leikstjórnendur sjá um alla búninga, leikmuni, tónlist, leikmynd, o.s.frv.
Um mitt æfingartímabilið er frammistaðan rædd á fundi og gáð hvort að eitthvað má betur fara. (Mjög stór partur af þessu er að vera gagnrýninn á sjálfan sig, aðra og verkefnið sem að unnið er að)
Æfingartímabilið heldur áfram þar til að hópurinn er tilbúinn að frumsýna verkið.

Hvað þarf ég að gera til að vera með?:

… Vera á aldrinum 16-25
… Hafa sjóðbrennandi áhuga á leiklist.

Sendu mér E-mail (nap@hugi.is) og segðu þar frá reynslu þinni hún þarf ekki að vera mikil og ég mun hafa samband síðar.

ATH Ekki er hægt að hleypa öllum að þannig að betra er að hafa samband fyrr en síðar.

Þetta verður trúlega keyrt af stað í sumar.

Kv.
Nap