Ég er að gera grein um þetta í skólanum og ákvað að gera það hér líka.
Ég vakna árið 1745 og hugsa“ég á ekki létt verk fyrir höndum“ á Mélrakkasléttunni á torfbæ sem heitir Harðbakur en veggirnir eru úr torfi og grjóti , þakið úr torfi og einnig moldargólf í baðstofunni þar sem flestir borða,vinna og sofa. Stundum getur orðið mjög slæmt veður og dvelur fjölskyldan þá oftast inni við.Forelrar mínir heita Margrét og Guðmundur og eru bændur. Ég á sex bræður og átti fimm systur,en því miður létust tvær af systrum mínum fyrir eins árs aldur sem var ekki óalgengt í þá daga,en þá á ég níu systkini samtals.Ég er yngstur af systkinahópnum og er átta ára og heiti Álfgrímur. Systkinin mín heita flest í höfuðið á forfeðrum okkar.

Ég vann ýmiss sveitastörf með föður mínum og systkinum t.d. að tína dún úr æðakolluhreiðrum og einnig að merkja hreiðrin ,sem voru öll í kringum bæinn, út á mölunum og heiðunum í kring. Við hreinsuðum dúninn ,sem var notar í vöruskipti við útlendinga. Einnig týndum við æðakollu- og kríuegg sem við borðuðum með bestu lyst.Pabbi minn skipaði mér að sitja yfir ánum eitt kvöldið , ég hafði heyrt margar draugasögur frá systkinum mínum og fleirum og var því ekki beint sáttur við að sitja einn alla nóttina.Ég vakti alla nóttina yfir ánum þangað til klukkan var 7.3o en þá fékk ég að hvíla mig fram yfir hádegi. Fór svo með pabba að leggja net í vötnin tvö sem eru í kringum Harðbak og heita Harðbaksvatn og Núpsvatn.
Við borðuðum oftast silung í bæði hádeginu og á kvöldin og stundum kom fugl í netin og þá var hátíð í bæ. Mamma var mjög dugleg að matreiða allt það sem pabbi kom með heim af fiskmeti og fuglum. Þrír elstu bræður mínir fóru á sjóinn, tveir yfir tvítugt og einn fimmtán ára gamall. Það þótti mikill heiður að fá vinnu á sjó og vera orðinn maður með mönnum. Bræður mínir lentu einu sinni í sjávarháska en þá var elsti bróðir minn stýrimaður, þá 23 ára gamall og var á bát sem silgdi frá Raufarhöfn til Akureyrar en starf hanns fólst í því að sækja salt tunnur og fleira. Það kom ofsaveður og rak skipið stjórnlaust í sjó og vindi í 17 daga langleiðina til Noregs. Þeir voru taldir af og óttuðust að þeir myndu ekki lifa af þessa ferð og sendu þeir því flöskuskeyti með upplýsingum um ferðir þeirra.En gæfan fylgdi þeim og þeir komust heilir í höfn. Meðan bræður mínir voru á sjó,voru systur mínar að hjálpa mömmu við heimilisstörfin t.d. að kemba ullina , spinna og prjóna ullarföt og matreiða. Á hverjum stað þar sem barn bjó var sjálfsagt að til væri vöndur. Foreldrar notuðu vöndinn á krakkana sína ef þeir gerðu skemmdarverk (þó svo að um óhapp var að ræða) og var börnunum oft hótað með vendinum.Vöndurinn var ekki búinn til úr bómull, neeeiiii heldur betur ekki hann var búinn til úr hörðum trjágreinum. Til þess að niðurlægja okkur meira þurftum við að hysja niður um okkur buxurnar sjálf og kyssa vöndinn að refsingu lokinni, ef við kysstum ekki vöndinn var önnur umferð af rassskellingu og var hún oft verri en áður.
En þar sem ég er snjall drengur og dattr ýmislegt í hug að þá kenndi ég föður mínum að veiða silung í gegnum ísá vatninu, en það hafði ekki verið gert í minni sveit áður . Við þessa veiðimennsku notuðu við veiðafæri sem ég hannaði úr rekavið og öngli og þannig fengum við alltaf nýjan silung allan ársins hring. Við fjölskyldan fórum oft út á malirnar til að týna rekavið þar sem við bjuggum út á hjara veraldar og rekaviðurinn barst oft í land. Við notum rekaviðinn til að kynda upp bæinn og einnig notum við rekaviðinn til þess að búa til staura sem við notum í skipti fyrir aðra vörur. Stundum þegar vatnið var frosið á veturnar þá lékum við okkur krakkarnir á skautum sem faðir minn bjó til úr járni og sauðskinsskóm.Við gátum skautað alla leið til Raufarhafnar sem var um 7km en þar bjuggu vinir okkar og þar var tvíbýl og oft gaman að vera.


Enginn skíta comment ég er 12 ára gamall.
———————