Góði dátinn - Jaroslav Hasek - Karl Ísfeld íslenskaði

Þetta er bók sem ég var að klára að lesa yfir hátíðirnar, ég verð bara að segja það að allir sem hafa einhvern húmor verða að lesa þessa bók því hún er einfaldlega snilld. Hún byrjar strax vel, en mér finnst ég sjaldan vera kominn inn í bók fyrr en hún er á enda, og svo er hún alveg frábær kiljanna á milli. Að vísu er hún heldur endaslepp þar sem rithöfundurinn dó í miðri setningu, en það ætti ekki að fá neinn til þess að sleppa henni, auk þess hefur víst einhver annar samið niðurlag á hana í sér bindi en maður veit ekki hvernig það er. Þetta er frábær ádeila á hernað las ég í einhverjum dómum en ég veit ekki hvort sá gagnrýnandi hafi lesið hana alla í gegn. Það er þó alls ekki hægt að segja að mælt sé með stríði í henni. Hún er náttúrlega bara grín í gegn.
Endilega lesið bókina og gefið álit ykkar á henni.