Jæja, mér fannst þetta vera eini staðurinn sem hentaði fyrir svona grein þannig að ég ákvað bara að láta flakka. Málið er að það er nú kominn upp sú staða suður í Grindavík að þangað er kominn keramicofn. Eigandinn er líka búinn að gjörbreyta einhverju gömlu húsnæði í þessa flottu keramic stofu. Þar er að finna öll mót, allt til alls bara og 220L keramic ofn. Ef þig langar að spreyta þig er þarna hægt að fá góða hjálp. Þetta gengur þannig fyrir sig að þú borgar þig inn í eitthvað félag og þá ertu sjálfkrafa komin með aðgang að húsinu og öllum græjunum, svo er hægt að kaupa efnið þ.e.a.s leirinn og allt það á staðnum hjá eigandanunm og koma svo eins oft og þér hentar og vera eins lengi og þig listir. Fínt fyrir þá sem ekki hafa aðstöðu í að gera svona.

Áhugasamir endilega hafið samand í mail: itto@strik.is
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian