Ég varð einhvern veginn svo máttvana því að raddirnar í
hausnum á mér sögðu mér að þessir rassar væru alveg jafn
mikið í lagi og allir aðrir rassa en Guðs rödd var þessu
náttúrlega alveg gjörsamlega ósammála. Nú ég gat
náttúrulega ekki talað um þetta við neinn því í fyrsta lagi þá var
ég frekar og subbulegur(og ef því er að skipta þá get ég allt
eins sagt ykkur það satt að ég er yfirleitt dálítið subbulegur)og
í öðru lagi þá var ég einhvern veginn í þannig ástandi að allt
sem að ég reyndi að segja kom einhvern veginn út eins og að
ég ætti eftir að hugsa það, en auðvitað átti ég eftir að hugsa
það. Er ekki tilgangslaust að tala við fólk yfirleitt ef maður er
alltaf búinn að hugsa það sem maður ætlar að segja? Verða
svörin ekki frekar stöðluð?
Alla veganna þá vissi ég, sem reglusamur maður, að svona
rassar ættu engan veginn tilkall á nokkrum áhuga hjá mér en
þar sem ég er ekki reglusamur maður í daglegu lífi þá
einhvern veginn fór þetta allt í einn graut i hausnum á mér og
ég grét.
Ég grét og tók nokkra sopa og grét síðan örlítið meira þangað
til ég fékk mér sígarettu, þá einhvern veginn grét ég ekki meir,
því það er svo undarlegt með sígarettur að þær bara fitta bara
ekki við grátandi persónur. Tónlist, kannski vantaði mig bara
tónlinst, nei hún fær mig einungis til þess að leggja allar
raddir til hliðar og ráðast til atlögu og flestir ættu nú að vita það
að þegar að maður hækkar í einhverju þá heyrir maður ekki
það sem er sagt við mann og gerir því engan greinarmun á
því lengur hvað er rétt og hvað er rangt. Er það þá víst að
maður velji eitthvað rangt? Nei ég held ekki, maður velur
báðar leiðir, sú rétta hverfur inn í samfélagið líkt og andvana
draugur, því enginn hefur áhuga á því sem liðið er og
inniheldur engin mistök, en það ranga það liggur eins og rauð
málning á hvítum bíl, yfir samviskunni, röddinni, sem gargar
þegar að tónlistin þagnar. Ég þurfti ekki tónlist.
Menntun. Ég þarf menntun, bókmenntun, tæknimenntun,
samhæfni handar og hugar, eitthvað sem að fær mig til þess
að skoða díteilana betur, pæla í stað þess að æla og skoða,
lesa, fá álit, skila niðurstöðum líta yfir söguna, vita muninn á
megavatti og kílói skilja það að sumt fólk notar sérstaka
aðferð við flókna hluti, læra þessa aðferð, eignast vegabréf og
visakort, hætta að vera sinnissjúkur vegna kennitölu minnar.
Annað hvort þarf ég þetta eða guð.
Ekki guð hann er ekki til, það eru einfaldlega til of margar
bækur sem að afsanna tilvist hans, trú veldur andleysi og
lokar mann inni í skel raddarinnar, bergmáli tímans.
Þegar ég kláraði sígarettuna þá ældi ég og varð síðan litið á
unglinsstúlku, með kúlurass og glóðarauga. Ég sá ekkert
samhengi á milli þessara tveggja hluta en mér flaug þó hug
að glóðaraugað væri mér ætlað.
Þennan dag þá gafst ég upp á menntun. Í stað þess að fylla
skallan þá bað ég út í tómið, ég bað aðra röddina um að
tæma á mér skallan, sópa hann, ryksuga og sótthreins, koma
sér síðan vel fyrir og spjalla við mig, ég ældi aftur, grét pínulítið
meira og sagði stelpunni að horfa á mig" Þú þarna með
glóðaraugað og kúlurassinn, horfðu í augun á mér án þess
að þefa og fyllstu viðbjóði, farðu síðan fagnandi, því slíkur
viðbjóður er senn á enda.