Það virðast myndast klíkur hvar sem er í veröldinni og ekki síst á listasviðinu, þar sem hugurinn á að standa opinn líkt og hænurass í vindi. Ég sendi inn hérna um daginn eins konar bókmenntalega hugleiðingu um Guð eins og hann birtist í bókum og listum og í raun vildi ég byrja einhverja umræðu um það hvort guð væri yfirleitt einhvers staða enn undirrót að list. Það er nefninlega gaman að velta því fyrir sér hvort maðurinn gefi sér tíma fyrir hugmyndaflugið af trúalegum eða andlegum ástæðum eða annars vegar að algörri sjálfshyggju.
En þar sem að ég setti þetta upp á skáldlegan hátt þá meinaði ykkar kæri ritsjóri mér aðgang að kerfinu og spurði mig að því af hverju ég sendi þetta ekki inn á smásögur.
Mér þykir hann eða hún orðin ansi góð með sig ef að viðkomandi ætlar sér að ákveða hvað er undir bókmenntum og listum annars vegar og síðan hvað er eitthvað annað, svo lengi sem það er ekki augljós auglýsing á öðrum vef. En verra þætti mér t.d. ef að þetta kvörtunarbréf bærist ekki, því að þá væri náttúrulega um algjöra kúgun að ræða, þar sem einhver ritsjóri úti í bæ er farinn að taka alnetið í sínar hendur og stjórna því hvort skoðanir fólks geti nú flokkast undir það að vera bókmenntalegar eða lista eitthvað.
Ég segi bara það að ef að internetið á að fara að ritskoðast á þessum sviðum þá getiði bara rekið þennan ritsjóra strax, því hver vill hafa einhvern fasista við lýði á vef sem kallar sig Bókmenntir og listir.Ég veit ekki betur en að bækur megi að mestu leyti fjalla um hvað sem er, og að listir megi gera það líka.
Þar að auki að ef að Ristsjóra sýnist sem svo að einvher óbókmenntaleg grein sé svo óbókmenntaleg að honum dettur í hug að hún eigi frekar heima á smásagnavefnum( sem ég veit ekki betur en að innihaldi bókmenntir) afhverju setur hann þá ekki viðkomandi grein inn á þann vef í staðinn fyrir að senda mann aftur að lyklaborðinu til þess að skrifa upp sömu rulluna.
Öllum geta orðið á mistök og reyndar er ég sjálfur það mistækur að það er nánast bókmenntalegt út af fyrir sig, en það þýðir samt ekki að maður eigi ekki að benda viðkomandi á.
Kæri ritstjóri ég er ekki í fýlu yfir því að grein mín hafi ekki verið birt heldur er ég í fýlu yfir því að þú skulir hafa haft fyrir því að færa rök fyrir einhverju sem ekki er í þínum verkahring að færa rök fyrir. Þér er velkomið að lesa greinarnar mína og senda mér síðan persónulegt álit þitt á þeim, en gerðu það fyrir mig að vera ekki að færa rök fyrir því hvað eygi heima inni á bókmenntavefnum svo lengi sem það eru ekki klámmyndir og bifvélaviðgerðaleiðbeiningar.
Fyrirtækið sem þú vinnur hjá hefur ekki skoðun á því hvað eru bókmenntir og hvað eru það ekki, fyrirtækið þitt hefur þá skoðun að fólk noti þennan vef svo að þú haldir vinnunni þinni, það snýst um peninga en ekki bókmenntir og ef þessi grein verður ekki birt þá hef ég á tilfinninguni að starf þitt falli kannski betur að tollstjóraembættinu en einhverju öðru, alla veganna þá er þinn bókmenntalegi heimur greinilega ekki sá sami og minn en þó kæri ég mig ekki um það að þú ritskoðir mig, á meðan ég er ekki að stuðla að falli siðmenningarinnar.

Með fyrirfram þökk um betrun. Jazzy