Halldór Laxness Hér ætla ég að skrifa um eitt mesta skáld okkar Íslendinga, Halldór Kiljan Laxness.

Halldór fæddist í steinbæ á Laugavegi 32 í Reykjavík þann 23. apríl 1902, Halldór var þó ekki alltaf Laxness né Kiljan, hann hét upprunalega Halldór Guðjónsson.

Foreldrar Halldórs voru Sigríður Halldórsdóttir, fædd 1870 og Guðjón Helgason, fæddur 1872.

Fyrstu árin bjó Halldór í Reykjavík en Halldór flutti með fjölskyldu sinni í Laxnes í Mosfellsdal.

1909 byrjaði Halldór að spinna sögur í höfði sér en þá var hann aðeins 7 ára, og fyrsta sagan hans var birt í Morgunblaðinu undir nafninu H.G.en það stendur fyrir Halldór Guðjónsson, þegar Halldór var aðeins 14 ára[1916] eða 7 árum seinna.

Halldór lauk gagnfræðinámi 1918, en hætti í menntaskóla 1919 en það er sama ár og hann gaf út sína fyrstu skáldsögu, Barn náttúrunnar.

1919 missti Halldór pabba sinn, en hann var 47 ára að aldri og lauk við sína fyrstu skáldsögu eins og áður kom fram, og ekki nóg með það heldur fór Halldór í sína fyrstu utanlandsferð til Danmerkur.

Í nóvember 1920 fór Halldór austur á Höfn Í Hornafjörð til að kenna sex börnum kaupfélagsstjórans.
Í apríl 1921 sneri Halldór aftur frá Höfn en hann fór þó fljótt aftur og í það skiptið til útlanda, um veturinn dvaldi Halldór nefnilega í Þýskalandi og Austuríki.
Halldór byrjaði líka að skrifa handritið Rauða kverið.

Halldór bjó með Benediktsmunkum í Lúxemborg árin 1922-1923 og fór síðan í Kristmunkaskóla í Lundúnum 1923-1924.
Semsé Halldór skírðist til kaþólskrar trúar þann 6. janúar 1923.

1923 eignaðist Halldór sitt fyrsta barn, Maríu, Halldór eignaðist Maríu með Málfríði Jónsdóttir.

Þann 1. maí giftis Halldór Ingibjörgu Einarsdóttur, ári seinna [1931] eignast þau son, Einar.

Halldór gaf út fyrri hluta Sölku Völku 1931 seinni hlutann ári síðar eða 1932.
1943 gaf Halldór út fyrri hluta Íslandsklukkunar, annar hlutinn kom út ári seinna eða 1944 og seinasti hlutinn kom út 1946.

24. desember 1945 giftist Halldór Auði Sveinsdóttur og þau fluttu inn í Gljúfrastein í Mosfellsdal.

1951 eignast Halldór og Auður stelpu, Sigríði.

1953 hlaut Halldór Bókmenntaheiðurspening Heimsfriðarráðsins.

1955 fékk Halldór ekki aðeins Nóbelsverðlaunin heldur líka viðurkenningu Þýsku listaakademíunnar og hin dönsku Martin Andersen Nexö-verðlaunin.
Þann 10. desember 1955 fékk Halldór nóbelsverðlaun í bókmenntum, í nóbelsræðu sinni minntist Halldór sérstaklega Guðnýjar ömmu sinnar og sagði að þegar honum barst til eyrna að hann hafi fengið nóbelsverðlaunin hafi hann hugsað „sér í lagi til hennar ömmu minnar gömlu sem var búin að kenna mér ótal vísur úr fornöld áður en ég lærði að lesa.
Ég hugsaði, og hugsa enn á þessari stundu, til þeirra heilræða sem hún innrætti mér barni: að gera aungri skepnu mein; að lifa svo, að jafnan skipuðu öndvegi í huga mér þeir menn sem eru kallaðir snauðir og litlir fyrir sér; að gleyma aldrei að þeir sem hafa verið beittir órétti eða farið góðra hluta á mis, þeir sem hafa verið settir hjá í tilverunni og þeir sem öðrum mönnum sést yfir - einmitt þeir væru mennirnir sem ættu skilið alúð, ást og virðíngu góðs dreings umfram aðra menn hér á Íslandi."

1957 var Halldór ekki hættur að fá viðurkenningar þar sem hann fékk bæði Stórkross sænsku Norðurstjörnuorðunnar og Stórkross hinnar íslensku Fálkaorðu.

1963 fékk Halldór enn fleiri viðurkenningar, en 1963 fékk Halldór bæði Bókmenntaviðurkenningu franska ríkisins og Stórriddarakorss.

1968 gaf Halldór út skáldsöguna Kristnihald undir Jökli og hann fékk bókmenntaverðlaun dagblaðanna fyrir þá sögu.
1970 var leikrit byggt á sögunni Kristnihald undir Jökli.
1968 er hann líka sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Åbo-háskóla í Finnlandi.

1969 hlaut Halldór dönsku Sonning-verðlaun, 3 árum síðar [1972] var Halldór sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við heimspekideild Háskóla Íslands.

1977 Halldór er sæmdur enn einni nafnbótinni, núna er það heiðursdoktorsnafnbót við Edinborgarháskóla en þetta var ekki seinasta nafnbótin.
Seinasta nafnbótina fékk Halldór 1982, en það var heiðursdoktorsnafnbót við Eberhard-Karls háskólann í Tübingen.

Seinasta sem Halldór gaf út var dagbókin sín sem hann hélt í klaustrinu ásamt skemmtilegum formála, hún hlaut titillinn Dagar hjá múnkum og kom út 1987.

Halldór lést þann 8. febrúar 1998, 95 ára að aldri.

Bækur Halldórs hafa komið út á 43 tungumálum í meira en 500 útgáfum.