Ég biðst velvirðingar ef þessi grein er á vitlausum stað en þar sem þetta efni tengist bókinni Belladonna skjalið taldi ég réttast að setja þessa grein hér.

Ég er búinn að vera á síðu sem tengd er við bókina Belladonna skjalið. En það sem gera á á síðunni er að leysa dulmál og leysa gátur. Að mínu mati er það sem enn er komið mjög auðveld og er ég ekki búinn að éga í neinum vandræðum með það. En það væri nú líklega skemmtilegra að geta komist í þetta á ensku, þar sem íslenskar þýðingar á enskum orðum eru oft margslungnar og vægast sagt skrítnar.

En allavegana skal ég koma mér að efninu. Í einni gátunni sem er frekar snemma í leiknum er spurt hvar savonarola brenndi málverk og bækur einhverra. En fyrir þá sem ekki vita var Hann “munkur” í flórens á endurreisnartímabilinu sem brenndi fyrir og með fólki málverk og ýmsa hluti sem töldust hégómlegir. Voru þessar brennur kallaðar “bonfire of the vanities” eða bálköstur hégómleikans. En þrátt fyrir að vita þetta og skrifa á réttan stað fæ ég ekki rétt svar fyrir.
finnst mér einum of mikið gert úr stafsetningu í þessum leik og finnst mér að því mætti breyta. En þar sem ég býst ekki við því að leiknum verði breytt fyrir mig þá væri hjálp vel þeginn ef einhver veit hvernig stafsetningin á þessu á að vera, eða ef þetta svar mitt er vitlaust þá gæti einhver vinsamlegur bennt mér frá þeirri villutrú minni að halda að ég hafi rétt fyrir mér í þessum efnum.

Takk fyrir mig og eigiði góðan dag.
nafn mitt er Lúsífer