núna er búið að setja upp 2 ný verk í Íslensku Óperunni í vetur. Sweeny Todd og litlu stúlkuna með eldspýturnar..það sem ég skil ekki er af hverju Íslendingar eru svona rosalega latir við að fara í óperuna, leikhús og allt þvíumlíkt. Svarið sem ég hef fengið frá flestum er að það sé svo dýrt, en er það ástæðan. Mér finnst það svo þess virði að sjá góða sýningu þar eða í hvaða leikhúsi sem er, í stað þess að sitja inní einhverju bíóhúsi og sjá myndir sem eru flestallar svo tölvugerðar að maður gæti þess vegna bara verið í einhverjum tölvuleik. Að sjálfsögðu eru mjög margar bíómyndir mjög skemmtilegar en samt finnst mér ekkert slá út að sjá þetta allt í nálægð, geta klappað þegar manni finnst eitthvert atriðið hafa gengið svona ótrúlega vel. Að sjá hvað leikarar og söngvarar gefa mikið í þetta, og hvað þeim finnst gaman að sjá þegar tekið er vel á móti verki þeirra. Það er eitthvað svo miklu persónulegra að sitja inní Gamla Bíó og hugsa hvaða stórmerkilega fólk hafi verið hér og sungið og leikið. Ég fór á Sweeny Todd, og fannst ekki lítið gaman. Það var svo æðislegt að sjá allt þetta hæfileikaríka fólk vera að gefa sig allt í þetta, og fannst enn betra að vera í leikhúsi með gryfju, það er bara enn annar plúsinn.+

Þess vegna finnst mér svo sorglegt að sýningar þurfi að hætta vegna lítillar aðsóknar. Svo finnst mér líka að menntaskóla- og háskólanemar ættu að fá einhvern afslátt, ekkert mikinn, en eitthvað, svo að allt leikhúsarlíf detti ekki bara hægt útúr samfélaginu okkar. Þegar ég horfa tilbaka á ævi mína, sé ég eftir því hve oft ég sat inní dimmum bíósal með popp og kók og horfði á mynd sem næsta dag ég mundi ekkert eftir, í stað þess að reyna að draga foreldra mína í leikhús. ég man eftfir því einu sinni þegar skólinn minn fór í skoðunarferð í Borgarleikhúsið, og þau spurðu okkur hve margir hefðu farið í leikhús og u.þ.b. 75% sögðu að þetta væri fyrsta skipti sem að þau stigu inní leikhús. Hvað verður um leikhús Íslands..verða þau öll eins og bíóin, öll hljóð tölvugerð, slurinn svo stór að maður sæi ekki framan í leikarana nema að taka með sér kíki..ohhh hvað ég vona það innilega ekki.

p.s. af hverju er ekkert leikhús-óperu áhugamál hér!!!!!