Halldór Laxness var fæddur á Laugavegi 32 í Reykjavík 23. apríl 1902. Þegar hann var þriggja ára fluttist fjölskyldan að Laxnesi. Foreldrar hans voru bæði listhneigð og héldu að honum m.a. tónlistariðkun og myndlist. Í æsku var hann oftast kallaður Dóri. Faðir Halldórs Laxness skrifaði um hann í bréfi árið 1911:” Skýr og skemmtilegur drengur. Strákurinn situr 10 klukkutíma á dag og párar út stílabækur. Honum verður ekki haldið frá þessu. Hann er ekki eins og fólk er flest.” Halldór sagði sjálfur að amma hans hafi haft mest áhrif á skrif hans. Að loknu landsprófi byrjaði Halldór í MR en gafst fljótlega upp á því og fór til Kaupmannahafnar. Eftir eirðarlaust flakk um Evrópu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar dvaldist hann hjá munkum í Lúxemborg og þar skírðist hann til kaþólskrar trúar og tók sér dýrlingsnafnið Kiljan . Halldór var tvíkvæntur og eignaðist fjögur börn.
Hann var helsti skáldsagnahöfundur Íslendinga á 20 öld og vann til margra verðlauna á ævi sinni. Hann er eini íslendingurinn sem hefur hlotið verðlaun Nobles í bókmenntum. Halldór hafði mikla unun af því að ferðast. Hann kom víða fram sem fulltrúi íslendinga og tók gjarnan á móti erlendu fyrirfólki. Eftir hann liggja fjölda margar skáldsögur , kvæðakver og ýmis önnur skrif.