Hér koma nokkrar tilvitnanir sem ég hef samið gegnum tíðina. Tímabilið spannar frá 14 - 20 ára aldurs. Ég ætla nú ekki að birta allar heldur þær sem vöktu áhuga minn þegar ég var að fara yfir skruddurnar mínar.

Þetta er ekki í aldursröð þótt sumt segi sig kannski sjálft á hvaða aldri ég hef verið ;o)

Ég er það sem ég vil vera, það sem ég vil ekki vera og allt þar á milli.

Sársauki er hugarburður líkamshluta sem þráir athygli
(þetta samdi ég eftir að hafa farið enn eina fýluferðina til læknis sem sagði að ég væri að ímynda mér höfuðverkinn sem ég er búin að vera með í 7 ár).

Ástin er sjálfskaparvíti.

Oft er eins og Alheimurinn sé í stríði við þig í von um að buga þig. Þó er þetta ekkert nema lítil borgarastyrjöld í hjarta þínu þar sem andstæðingurinn ert þú.

Til að skilja þurfum við að skilja reglurnar þannig, að það sé til fleira en aðeins þær.

If you have love - it's in your way.
If you don't have love - it's all you want.

Með brosi getur þú létt af baki öðrum margar þungar sorgir.

Það getur enginn synt í eigin sársauka, aðeins drukknað.

Stundum óska ég þess að vera geðveik, því þá get ég í það minnsta firrt mig allri ábyrgð.

Ef hjartað á að vísa manni veginn, hvers vegna villumst við þá alltaf eftir leiðbeiningum þess?

A good driver doesn't know how to drive fast, he knows how fast he can drive.

Ef þú hugsar með hjartanu - þá villist þú.
Ef þú hugsar með heilanum - þá deyrðu einmana.

Þú bíður og bíður. Í grunnskóla gast þú ekki beðið eftir því að komast upp í unglingadeild. Þegar þú loksins komst þangað gastu ekki beðið eftir því að hætta vera yngstur og vera á toppnum, 10. bekk. Þegar þangað var komið gast þú ekki beðið að losna úr barnaskólanum og feta í fótspor hinna fullorðnu og fara í framhaldsskóla. En loks þegar þangað er komið þá spyr maður sjálfan sig: Er þetta allt saman?

Aðeins gáfað fólk segir að það sé heimskt, því heimska fólkið er of vitlaust til að taka eftir sinni eigin heimsku.

Rithöfundur með ritstíflu er jafn gagnlegur og pólitíkus án atkvæða.

Ástin er eins og internetlína. Hæg í fyrstu, hraðast með tímanum þangað til þú hendir henni og færð þér ADSL
(ATH þetta er sagt í gríni)

Helvíti er þegar þú sérð þinn innri mann. Síðan skellir þú hurðinni og heldur aftur til himnaríkis.

Heimurinn er í raun flatur því víðsýni mannsins nær eingöngu að sjóndeildarhringnum.

Kveðja,
Abigel