SORI OG SPILLING Í ANDRÉSI ÖND

Í þessari grein ætla ég aðdálítið óvenjulegt efni, og hygg ég að efnið og staðfestingar muni koma nokkuð á óvart.
Ég ætla mér að fjalla um sora og spillingu í Andrési Önd

Áður en harðir Andrésar Andar aðdáendur fara að að ásaka mig um helgispjöll skulum við líta á nokkrar staðreyndir.

Andrés Önd. Þessi visæla myndasögupersóna gengur alltaf um berrössuð. Hvaða gaur með snefil af sjálfsvirðingu myndi gera slíkt? Samt notae hann sundskýlu! Já, hann er ber að ofan í sundskýlu þegar hann baðar sig en annars ber að neðan! Pælið líka í því aðAndrés gengur alltaf í matrósafötum en vinnur samt í smjörlíkisverksmiðju… þetta er nú bara farið að minna á Village People…..
Ég hef líka verið að pæla í Andréssínu. Hún er líka berrössuð en það eru líka allar endur í Andabæ. Ég spyr: Hvernig á hún að geta elskað Andrés og Hábein ef hún skiptist á að fara út með þeim eða fer jafnvel út með báðum í einu!!! Samt veit hún að þeim býður algjörlega við hvor öðrum. Svo má nefna það að hún heldur ítrekað fram hjá Andrési með heilalausum macho-gaurum en kolbrjálast ef hann gefur girnilegri kollu hýrt auga. Ég held að málið sé skýrt: Andrésína er gæra.

Hafið þið annars tekið eftir því að það eru engin af aðalpersónunum hjón? Og það á enginn börn, onei, það eru alltaf litlir frændur eða frænkur. Mikki hefur Mikk og Makk, Andrésína hefur Mjöll Fönn og Drífu ogAndrés hefur að sjálfsögðu ungana.
Það er eins og ættingjar nýju ,,foreldranna“ séu bara alltaf að skilja eftir börnin sín í umsjá frændfólks síns! Það var þá umhyggjan!

Og Jóakim, minnist ekki á hann. Ég gæti talað lengi um hann en læt mér nægja nokkur orð. Hann er kapítalisminn í sinni hreinustu mynd. Hann liggur eins og ormur á gulli og á bókstaflega allt í Andabæ. Hann fór ungur út í heim til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. En Andrés og ungarnir eru fjölskylda! Samt eiga þeir varla bót fyrir brók. Jóakim þrælar Andrési út fyrir lúsalaun og neyðir iðulega frændur sína með sér til að finna gull í Síberíu eða álíka og hirðir svo allt sjálfur… sem leiðir okkur að öðru. Sá á fund sem finnur í Andabæ. Jóakim finnur kannski kórónu Ghengis Khan, sem er að sjálfsögðu geysileg menningarverðmæti, en hann þarf ekkert að setja hana á safn, nei, hann fær bara að eiga hana.

Bjarnabófarnir eru náttúrulega staðnaðar steríótýpur. Heimskir bófar sem ræna alltaf sama gaurinn og lenda alltaf í fangelsi. Alltaf með grímur og líta nákvæmlega eins út. Það kann að vera að þeir séu einfaldlega klón, en samkvæmt sumum heimildum eru þeir bræður. En þá hefði mamma þeirra þurft að fæða ca. 12-bura.
Einnig má geta þess að allar endur í Andabæ heita ,,Önd ” að eftirnafni. Þetta gefur kenningunni um lauslæti byr undir báða vængi, að allir séu meira eða minna skyldir.

Pælið líka í því að Guffi, besti vinur mikka er hundur. Plútó er líka hundur, samt þarf hann að hírast í hundakofa, tjóðraður!
Allir frumbyggjar og þess háttar á frumstæðum eyjum eru annaðhvort villmenn eða með sjúkt skopskyn. Dæmi um það er þegar þeir stökkva fram í alvæpni með ógurlegar grímur og hræða líftóruna úr Andrési og félögum og segja síðan ,,nei, djók!"

Svo er það Bjargfastur lögreglustjóri. Er það bara ég eða gerir hann aldrei neitt? Hann situr bara á sínum feita rassi og þegar glæpir henda, hvað gerir hann þá? Hann hringir í Mikka og lætur Mikka um að leysa rágátuna!