Margt af því sem er mikilvægt að læra verður ekki lært af bókum.


Þetta finnst mér satt og rétt. Tökum mannleg samskipti til athugunar . Þótt það séu til bækur um mannleg samskipti merkir það ekki að maður geti skotið upp kollinum í nýjum vinahópi útlærður samfélagsfræðingur og byrjað að babbla um samfélagsgreinar . NEI þér yrði útskúfað börnin góð.

Hér er eitt dæmi “list” . Það skal ENGINN!!! Segja mér að það sé hægt að læra að verða listamaður. Þó við getum lesið um listamenn og hvernig þeir framkalla sína list út í samfélagið. Þá værum við bara að herma eftir. Nei list er eiithvað sem maður þarf að spá í og þróa út frá sjálfum sér.

Eða heimspeki. Þeir sem myndu vilja ná langt í heimspeki myndu eflaust byrja á því að læra um hana í skólum. En kæmust þeir lang á því ? Eflaust líkt og listinn er þetta (að mér finnst) miklu betra og áhrifaríkara að pæla aðeins í þessu og láta þetta flakka um í heilanum á sér.

Hvernig haldið þið annars að bækur hafi orðið til ?? eftir fólki sem þróaði þetta út frá sjálfum sér !!

Mín skoðun er að bækur séu á hraðri niðurleið í þessu auma samfélagi!