“They only planned to scare their English teacher. They didn't mean to kill him. But sometimes even the best-laid plans go wrong.”

Segja má að þetta sé ein af bestu skólabókum sem að ég hef þurft að lesa fyrir ensku, þangað til í lok nóvember (því að þá á ég að vera buínn að lesa The Hobbit :>). Höfundurinn af þessari bók er Lois nokkur Duncan. Hún hefur skrifað fleiri metsölubækur eins og til dæmis eina sem að allir ættu að þekkja, “I know what you did last summer”. Það tekur mann smá tíma til að komast inn í bókina og kynnast persónunum eins og í flest öðrum bókum en það má vel vera að þetta sé bara ég því að ég er með lesblindu en í hverjum kafla þá er litið frá sjónarhorni nýrra og nýrra manneskju. En núna ættla ég að reyna að koma smá útúr mér um hvað bókin fjallar.

Bókin byrjar á því að stelpa sem heitir Susan McConnell er að gera sig tilbúna fyrir skólann. Hún er busi í frammhaldsskóla og hefur verið hrifin af eldri bekking í rúmt ár og dreymt um hann öll kvöld sem hún man eftir að hafa dreymt eitthvað. Þegar að hún fer í skólann er ensku tími hjá henni með piltinum sem að hún hafði dreymt um seinasta árið sem að heitir David Ruggles. Hann er partur af vina hóp sem að er smá vinsæll, og inniheldur besta körfubolta mann skólans (Jeff Garrett) og “yfir” klappstýruna (Betsy Cline) og svo er það maðurinn sem að planar allt og er nokkurnveginn “mastermind” hann Mark Kinney. Mark var gaurinn sem að kom þessu öllu í gang, hann hafði verið fallinn hjá Griffin seinustu 2 annir og ekki náð að útskrifast. Hann hafði þau undarlegu áhrif á fólk að hann gat sagt þeim bara hvað þyrfti að gera og hann sagði það í svo mikklum sannfæringartóni að fólkið/krakkarnir treystu honum bara og héldu að þetta væri fyrir bestu. En ekki ættla ég að segja ykkur frá allri sögunni því að það myndi nú eiginlega bara skemma hana fyrir ykkur. En ég ættla nú bara að reyna að fá sem flest fólk til að lesa þetta og segja í léttum og stuttum bútum hvað bókin fjallar um eftir að persónurnar eru kynntar. Krakkarnir ræna Griffin og vilja að hann grátbyðji um lífið sitt en hann neitar að gera það, þannig að þau ákveða að skylja hann eftir í nokkra klukkutíma úti í fjöllum. David og Susan fara svo og ættla að sækja hann en fynna hann dauðann. Svo byrjar þessi saga allveg vel mikið og þegar að ég var kominn að kafla 10 þá kláraði ég nú bara að lesa alla bókina því að mér fannst hún það skemmtileg.

En svona svo ég loki orðum mínum ættla ég að segja að þessi bók hefur fengið allt af 4 stjörnum af 5 frá eitthverju fólki þannig að ef að ykkur vanntar lesefni til að lesa þá ættuð þið endilega að fá ykkur þessa bók.