Blogg áhugamálið, laga til hér? Góðan dag, ég er víst ný kominn með stjórnanda stöðu hér þrátt fyrir að hafa einungis sótt um þetta til að dekkja upp í bilið sem var þegar enginn var stjórnandinn hér, en nú erum við tveir og raun kannski ekki þörf á mér. Samt sem áður langar mig ekki að hætta alveg strax, gaman væri að laga smá til og reyna að koma þessu áhugamáli eitthvað af stað.

Ég hef að vísu ekkert haft samband við Mizzeeh, en hann les þetta vonandi. Það sem ég er að hugsa um fyrst er að sjá hvað þeir notendur sem stunda þetta áhugamál annaðhvort oft eða droppa hér við og við vilja gera.
Svona fyrst um sinn ætla ég að spá í korkunum, mér finnst persónulega að fólk ætti að hafa alla aðstoð sem það þarf í „Almennt“ og svo ræða um bloggsíðurnar sínar í hinum tveim dálknum. Best væri ef fólk myndi setja inn smá texta þegar það vill fá álit og annað á bloggið sitt og enda svo á hlekk á bloggið, ég ætla að skoða þann möguleika að eyða öllum þeim korkum sem berast inn ef þeir inni halda bara hlekk og er ærin ástæða fyrir því, ég opnaði til að mynda hlekk hér í gær sem vísaði manni beint inn á síðu sem fá orð geta lýst, en ælan í ruslinu meira.

Að lokum langar mig að láta tölur apríl mánaðar fylgja með en þær eru nú ekki í betri kantinum. Það voru 3.501 innlit í apríl sem gerir 0,06% af heildar skoðun á huga.is þann mánuðinn.