Sko mér finnst eitt alveg hrikalega skrýtið og það er það hversu oft “allir ” skipta allt í einu um vefhýsikerfi. Þá er ég að tala um að sko:
1. Þegar allir voru búnir að læra á tölvur og fara á netið og þannig, þá byrjuðu allir að búa til heimasíðu á folk.is.
2. Þegar allir voru komnir með folk.is síðu, þá byrjuðu allir að fara á blog.central.is eða blogger því að folk.is var orðið svo “lame”.
3. Þegar allir eru núna komnir með svona bloggsíðu, þá byrja allir að fá sér myspace síðu.

Núna vil ég síðan spyrja: "Hvað er fkn málið með það að “Allir” séu að skipta um síður og séu líka stundum með “margar folk.is síður” eða “margar blog.central.is síður”.
Það er aldrei fjölbreytni…það vilja alltaf allir vera með það sama. Það er alltaf bara eitt æði sem gengur yfir og þá byrjar það næsta. En, af hverju er þetta alltaf svona? Ég skoðaði folk.is síðu um daginn og mér finnst hreinlega ekkert að þeim þegar ég spái í þær! þær voru greinilega of “barnalegar”, “óþroskaðar” og “gamaldags” hjá þessum cool krökkum. OG nú er byrjað að nota myspace því að allir aðrir eru búnir að breyta yfir í það, einfaldlega vegna þess að eldra og svala fólkið hafði alltaf verið með það. ég veit um 12 ára krakka sem eiga myspace síðu og síðast þegar ég vissi þá máttu ekki eldri en 14 vera með þær. (Leiðréttið mig ef það er bull eða misskilningur).
Þessi korkur var ekki eiginlega bara spurning þótt að það geti eflaust komið svör um hana…heldur eiginlega svipað svona tilkynningu eða yfirlýsingu sem svo að aðrir gætu tekið eftir þessu og reynt að svara mér…því að mér finnst þetta einhvernvegin vera bara svo asnalegt hvernig allt þetta er…:S
ég er ekki svín! ÉG ER HERRA SVÍN! VAAAAH!!! >.<"